Byrja að fljúga Íslendingum til Alicante og Tenerife í júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:08 Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga. Vísir/getty Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira