Innlent

Fundur flug­freyja og Icelandair stendur enn yfir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samningarnefndir flugfreyja og Icelandair á fundi Ríkissáttasemjara.
Samningarnefndir flugfreyja og Icelandair á fundi Ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair funda enn í Karphúsinu. Fundurinn hefur staðið yfir frá því klukkan 9:30 í morgun.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu eftir fund nefndanna í gær að kjaradeilan sé einstaklega erfið, þung og flókin. Í upphafi kjaradeilunnar hafi verið uppi ágreiningur um fimmtíu atriði en þeim hafi nú fækkað.

Ekki náðist í Aðalstein áður en þessi frétt var birt.


Tengdar fréttir

Fundi flug­freyja og Icelandair lokið

Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×