Á von á því að samningurinn verði samþykktur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 21:18 Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33
Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25