„Ánægjulegt og mikilvægt“ að ná samningi Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 10:22 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir nýundirritaðan kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands vera mikilvægan hlekk í að tryggja framtíð félagsins og endurskipuleggja fjárhag þess. Samningurinn var undirritaður í nótt eftir sextán klukkustunda fund og verður kynntur félagsmönnum á föstudag. „Það var mjög ánægjulegt og mikilvægt að ganga frá þessum samningum við Flugfreyjufélag Íslands. Þessi áfangi er mikilvægur hlekkur í þessari vinnu sem við erum í,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu. Hann segir samninginn fela í sér talsverðar breytingar á eldri samningum en þó verði áfram staðið vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og vinnuumhverfi þeirra. Ein af áherslum Flugfreyjufélagsins var aukið starfsöryggi sem á að vera tryggt í nýjum samningi. „Vinnuframlagið eykst og sveigjanleiki fyrirtækisins til viðskiptaþróunar um leiðakerfi eykst jafnframt. Á sama tíma er verið að standa vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og tryggja að þetta verði áfram framúrskarandi vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna,“ segir Bogi. „Fjöldi vinnustunda mun eitthvað aukast og sveigjanleikinn fyrir fyrirtækið jafnframt.“ Þurftu að fresta ferlinu vegna kjaraviðræðna Hlutafjárútboð Icelandair hefst á mánudag og var eitt af áhersluatriðum félagsins að ná samningum við Flugfreyjufélag Íslands fyrir þann tíma. Aðspurður segir Bogi ferlið ganga vel en það sé þó verk að vinna fyrir mánudag. „Við stilltum þessu upp í fjóra verkþætti. Samningar við flugstéttirnar þrjár var mjög mikilvægur þáttur í þessu og nú er hann frá. Svo er annar þáttur sem er ekki frágenginn en hann þokast áfram og það eru samningaviðræður við okkar helstu lánardrottna. Það er mjög mikilvægt að klára þær og vera með mjög skýrar línur þar á mánudaginn. Við vinnum að því núna á fullu.“ Hann segir viðræðurnar við lánardrottna ganga ágætlega. Þó sé um stórt og flókið verkefni að ræða; sumt gangi vel en annað mætti ganga betur. „Við þurftum að fresta ferlinu um tvær vikur, meðal annars vegna þess að við vorum ekki búin að semja við flugfreyjur og ekki við ákveðna lánadrottna. Nú er búið að semja við flugfreyjur en við erum enn í viðræðum við ákveðna lánardrottna og það er verkefni sem við verðum að klára. Eitthvað hefði mátt ganga hraðar.“ Bogi er bjartsýnn á að línurnar skýrist fyrir hlutafjárútboð á mánudag.Vísir/Vilhelm Ekki komin niðurstaða í Boeing-viðræður Icelandair á nú í viðræðum við Boeing vegna afhendingu véla og segir Bogi það enn vera í vinnslu. Hugsanlega muni félagið fara fram á frekari bætur vegna þess tjóns sem það hefur orðið fyrir. „Við erum búin að taka við sex vélum og erum með tíu pantanir. Á síðasta ári sömdum við um bætur í tveimur bráðabirgðasamkomulögum. Við erum að vinna slík mál áfram og ræða þau við Boeing.“ Bogi segir viðræðurnar ganga ágætlega en enn sé ekki komin niðurstaða. Hann sé þó bjartsýnn á að línurnar verði skýrari fyrir mánudag svo hægt verði að skýra málið betur fyrir hluthöfum og fjárfestum. „Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari en þetta er stórt og flókið verkefni. Það er margt sem þarf að ganga upp og hlutirnir eru að ganga upp, eins og samningurinn í nótt. Við stefnum á að hafa myndina sem skýrasta á mánudaginn og ég er bjartsýnn á að það takist.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segir erlenda fjárfesta sýna Icelandair áhuga rlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á hlutafjárútboði flugfélagsins, þó forsvarsmenn þess hafi ekki haft frumkvæði af slíkum samtölum. 23. júní 2020 07:01 Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. 15. júní 2020 17:23 Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. 24. júní 2020 19:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir nýundirritaðan kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands vera mikilvægan hlekk í að tryggja framtíð félagsins og endurskipuleggja fjárhag þess. Samningurinn var undirritaður í nótt eftir sextán klukkustunda fund og verður kynntur félagsmönnum á föstudag. „Það var mjög ánægjulegt og mikilvægt að ganga frá þessum samningum við Flugfreyjufélag Íslands. Þessi áfangi er mikilvægur hlekkur í þessari vinnu sem við erum í,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu. Hann segir samninginn fela í sér talsverðar breytingar á eldri samningum en þó verði áfram staðið vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og vinnuumhverfi þeirra. Ein af áherslum Flugfreyjufélagsins var aukið starfsöryggi sem á að vera tryggt í nýjum samningi. „Vinnuframlagið eykst og sveigjanleiki fyrirtækisins til viðskiptaþróunar um leiðakerfi eykst jafnframt. Á sama tíma er verið að standa vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og tryggja að þetta verði áfram framúrskarandi vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna,“ segir Bogi. „Fjöldi vinnustunda mun eitthvað aukast og sveigjanleikinn fyrir fyrirtækið jafnframt.“ Þurftu að fresta ferlinu vegna kjaraviðræðna Hlutafjárútboð Icelandair hefst á mánudag og var eitt af áhersluatriðum félagsins að ná samningum við Flugfreyjufélag Íslands fyrir þann tíma. Aðspurður segir Bogi ferlið ganga vel en það sé þó verk að vinna fyrir mánudag. „Við stilltum þessu upp í fjóra verkþætti. Samningar við flugstéttirnar þrjár var mjög mikilvægur þáttur í þessu og nú er hann frá. Svo er annar þáttur sem er ekki frágenginn en hann þokast áfram og það eru samningaviðræður við okkar helstu lánardrottna. Það er mjög mikilvægt að klára þær og vera með mjög skýrar línur þar á mánudaginn. Við vinnum að því núna á fullu.“ Hann segir viðræðurnar við lánardrottna ganga ágætlega. Þó sé um stórt og flókið verkefni að ræða; sumt gangi vel en annað mætti ganga betur. „Við þurftum að fresta ferlinu um tvær vikur, meðal annars vegna þess að við vorum ekki búin að semja við flugfreyjur og ekki við ákveðna lánadrottna. Nú er búið að semja við flugfreyjur en við erum enn í viðræðum við ákveðna lánardrottna og það er verkefni sem við verðum að klára. Eitthvað hefði mátt ganga hraðar.“ Bogi er bjartsýnn á að línurnar skýrist fyrir hlutafjárútboð á mánudag.Vísir/Vilhelm Ekki komin niðurstaða í Boeing-viðræður Icelandair á nú í viðræðum við Boeing vegna afhendingu véla og segir Bogi það enn vera í vinnslu. Hugsanlega muni félagið fara fram á frekari bætur vegna þess tjóns sem það hefur orðið fyrir. „Við erum búin að taka við sex vélum og erum með tíu pantanir. Á síðasta ári sömdum við um bætur í tveimur bráðabirgðasamkomulögum. Við erum að vinna slík mál áfram og ræða þau við Boeing.“ Bogi segir viðræðurnar ganga ágætlega en enn sé ekki komin niðurstaða. Hann sé þó bjartsýnn á að línurnar verði skýrari fyrir mánudag svo hægt verði að skýra málið betur fyrir hluthöfum og fjárfestum. „Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari en þetta er stórt og flókið verkefni. Það er margt sem þarf að ganga upp og hlutirnir eru að ganga upp, eins og samningurinn í nótt. Við stefnum á að hafa myndina sem skýrasta á mánudaginn og ég er bjartsýnn á að það takist.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segir erlenda fjárfesta sýna Icelandair áhuga rlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á hlutafjárútboði flugfélagsins, þó forsvarsmenn þess hafi ekki haft frumkvæði af slíkum samtölum. 23. júní 2020 07:01 Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. 15. júní 2020 17:23 Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. 24. júní 2020 19:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Segir erlenda fjárfesta sýna Icelandair áhuga rlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á hlutafjárútboði flugfélagsins, þó forsvarsmenn þess hafi ekki haft frumkvæði af slíkum samtölum. 23. júní 2020 07:01
Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. 15. júní 2020 17:23
Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. 24. júní 2020 19:22