Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húð­flúr á ennið

Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema kom Real til bjargar í blá­lokin

Spænska úrvalsdeildin í fótbolta er farin af stað eftir HM pásuna og lentu Spánarmeistarar Real Madríd í vandræðum gegn Real Valladolid í kvöld. Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema bjargaði meisturunum með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 0-2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég ætla ekkert að gefast upp“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi vill Maldini

Silvio Berlusconi, forseti ítalska A-deildarliðsins Monza, vill styrkja leikmannahóp þess fyrir komandi átök á nýju ári í janúarglugganum. Hann lítur nú til sonar gamals félaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu

Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins.

Fótbolti