Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:17 Þessir tveir til hægri skoruðu mörk sinna liða í kvöld. Piero Cruciatti/Getty Images Inter og Napoli mættust í stórleik helgarinnar í Serie A, ítölsku efstu deildar karla í fótbolta. Heimamenn hefðu með sigri komist á topp deildarinnar á kostnað Napoli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hakan Çalhanoğlu, markaskorari Inter, brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 1-1. Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira