Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035 Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. Fótbolti 19. október 2023 22:12
Sagði launaþak bestu lausnina fyrir kvennafótboltann Steve Parish, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, flutti ávarp á ráðstefnu þar sem hann kallaði eftir strangara launakerfi í kvennafótboltanum. Enski boltinn 19. október 2023 22:00
Barcelona frumsýndi nýja treyju fyrir El Clásico einvígið Barcelona hefur gefið út nýjan búning fyrir 'El Clasico' einvígi sitt gegn Real Madrid þann 28. október. Kennimerki Rolling Stones hljómsveitarinnar mun myndskreyta búninginn en allt er þetta hluti af samstarfssamningi Barcelona við tónlistarstreymisveituna Spotify. Fótbolti 19. október 2023 19:33
Rooney blæs á sögusagnir um háar launakröfur Nýráðinn knattspyrnustjóri Birmingham City og fyrrum enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney sagðist spenntur að mæta fyrrum liðsfélaga sínum Michael Carrick í fyrsta leik við stjórnvölinn. Enski boltinn 19. október 2023 17:52
Hermoso valin í landsliðið í fyrsta sinn frá kossinum óumbeðna Fótboltakonan Jennifer Hermoso hefur verið valin í spænska landsliðið í fyrsta sinn frá rembingskossinum óumbeðna sem Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, rak henni eftir úrslitaleik HM. Fótbolti 19. október 2023 16:31
Hazard vildi ekki spila einhvers staðar einungis fyrir peningana Eden Hazard lagði skóna á hilluna því hann naut þess ekki lengur að spila og vildi ekki spila einhvers staðar bara fyrir peningana. Fótbolti 19. október 2023 15:31
Meistararnir vilja fá markakónginn Íslands- og bikarmeistarar Víkings vilja fá Emil Atlason, markakóng Bestu deildarinnar, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 19. október 2023 14:31
UEFA grípur inn í og frestar leik hjá mótherjum Breiðabliks Evrópska knattspyrnusambandið hefur fresta leik ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv við Zorya Luhansk frá Úkraínu í Sambandsdeild Evrópu vegna ólgunnar í Ísrael og Palestínu. Fótbolti 19. október 2023 13:49
Stjóri United gagnrýnir „fáránlegt“ fyrirkomulag Meistaradeildarinnar Manchester United verður ekki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Stjóri liðsins segir fyrirkomulag keppninnar fáránlegt. Fótbolti 19. október 2023 13:30
Heimir með HM-drauma í allt öðrum kúltúr: Þú getur ekki breytt öllum í Íslendinga Heimir Hallgrímsson hefur nú verið eitt ár í starfi sem landsliðsþjálfari Jamaíka. Hann er nú heima á Íslandi áður en hann fer aftur yfir Atlantshafið til að hjálpa jamaíska landsliðinu að tryggja sér sæti í Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu. Fótbolti 19. október 2023 12:01
Klopp sendi njósnara til að fylgjast með Osimhen Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi njósnara til að fylgjast með nígeríska framherjanum Victor Osimhen í landsleikjum. Enski boltinn 19. október 2023 11:30
Rúnar staðfestir viðræður | Fram vill ráða sem allra fyrst Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. Íslenski boltinn 19. október 2023 10:27
Eitt fórnarlamb skotárásarinnar í Brussel var fastagestur á leikjum Svía Patrick Lundström var skotinn til bana í aðdraganda leiks Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM í vikunni. Fjölskyldan hans er skiljanlega í miklu áfalli en vildi minnast hans í sænskum fjölmiðlum. Fótbolti 19. október 2023 10:00
Neymar: „Versta augnablik ævinnar“ Brasilíska fótboltamanninum Neymar segist aldrei hafa liðið verr en núna. Fótbolti 19. október 2023 08:31
Ákall Mo Salah: Leiðtogar heimsins verða að stöðva frekari slátrun saklauss fólks Liverpool leikmaðurinn og Egyptinn Mohamed Salah hefur tjáð sig um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelsmenn hafa svarað hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna með mikilli hörku og stöðugum árásum sem hafa kostað þúsundir Palestínumanna lífið. Enski boltinn 19. október 2023 08:16
„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. Fótbolti 19. október 2023 08:02
Verður VAR-dómari hjá Liverpool í fyrsta sinn frá því Van Dijk meiddist gegn Everton Dómarinn sem var í VAR-herberginu á frægum leik Everton og Liverpool haustið 2020 verður VAR-dómari í fyrsta sinn síðan þá hjá Liverpool um helgina. Enski boltinn 19. október 2023 07:30
„Ósáttur með að það var ekki gengið hreint til verks“ Ólafi Kristjánssyni var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik í ágúst. Hann segir í viðtali í þættinum „Mín skoðun“ að hann hafi verið ósáttur með framkvæmd uppsagnarinnar. Fótbolti 19. október 2023 07:01
FH framlengir við tvo lykilmenn FH framlengdi í dag samninga sína við tvo lykilleikmenn hjá knattspyrnuliði félagsins. Þeir Vuk Oskar Dimitrijevic og Ólafur Guðmundsson skrifuðu báðir undir nýja samninga. Fótbolti 18. október 2023 23:02
Krossbandið slitið hjá Neymar sem verður lengi frá Knattspyrnumaðurinn Neymar er með slitið krossband og þarf að gangast undir aðgerð. Brasilímaðurinn verður frá í lengri tíma vegna meiðslanna. Fótbolti 18. október 2023 22:30
Viðræður Ratcliffe og Glazer-fjölskyldunnar á lokametrunum Búist er við að Jim Ratcliffe muni á næstu dögum ganga frá kaupum á 25% hlut í Manchester United fyrir 1,3 milljarða punda. Stjórnarfundur hjá Manchester United fer fram á morgun. Enski boltinn 18. október 2023 21:01
Real Madrid sló lið Ingibjargar úr keppni Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í norska liðinu Vålerenga eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Real Madrid í kvöld. Fótbolti 18. október 2023 20:00
Sigur Vals dugði ekki til í Austurríki Valskonur tryggðu sér nú rétt í þessu 1-0 sigur á austurríska liðinu St. Pölten í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Valskonur komast þó ekki áfram í keppninni. Fótbolti 18. október 2023 18:55
Engin Sveindís þegar Wolfsburg féll óvænt úr keppni Wolfsburg er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir 2-0 tap gegn Paris FC á heimavelli í dag. Wolfsburg komst alla leið i úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Fótbolti 18. október 2023 18:41
Tvö mörk frá Emelíu tryggðu Kristianstad áfram Emelía Óskarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir sænska liðið Kristianstad þegar liðið tryggði sér sæti í næstu umferð sænska bikarsins í dag. Fótbolti 18. október 2023 18:30
Guðrún skoraði þegar Rosengård tryggði sér sæti í riðlakeppninni Sænska liðið Rosengård tryggði sér örugglega sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu eftir öruggan sigur á serbneska liðinu Spartak Subotica. Guðrún Arnardóttir var á meðal markaskorara í leiknum. Fótbolti 18. október 2023 17:53
Forseti Barcelona til rannsóknar í viðamiklu mútumáli Joan Laporta, forseti spænska stórveldisins Barcelona er nú til rannsóknar í tengslum við meintar mútugreiðslur Barcelona til knattspyrnudómara á Spáni. Fótbolti 18. október 2023 16:30
Bellingham ætlar að vera hjá Real Madrid næstu 10-15 árin Jude Bellingham spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni á næstu árum, allavega ef marka má nýleg ummæli hans. Fótbolti 18. október 2023 15:32
Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 18. október 2023 14:33
Sigur á Kanada kemur Reggístrákunum hans Heimis í Suður-Ameríkukeppnina Til að komast í Suður-Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum á næsta ári þarf Jamaíka að slá Kanada út. Fótbolti 18. október 2023 14:31