Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir og Elise Thorsnes urðu saman norskir meistarar í ár. @vifdamene Norsku meistararnir í Vålerenga fengu góðar fréttir í dag þegar lykilleikmaður liðsins ákvað að setja skóna ekki upp á hillu eins og voru einhverjar líkur á. Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Norski boltinn Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene)
Norski boltinn Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira