Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Atlético upp í Meistara­deildar­sæti

Atlético Madríd vann nauman útisigur á Granada í eina leik spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, La Liga, í kvöld. Sigurinn lyftir Atlético upp í Meistaradeildarsæti á meðan Granada er að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þakk­lætið og brosið frá þeim gefur til baka“

Lið knatt­spyrnu­akademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á al­þjóð­lega mótinu Rey Cup hér í Reykja­vík síðast­liðið sumar. Þar með í för voru leik­mennirnir Levi­son Mnyenyem­be og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tæki­færi til þess að upp­lifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftur­eldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktar­aðila

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birnir Snær til Sví­þjóðar

Sænska knattspyrnufélagið Halmstad hefur tilkynnt að Birnir Snær Ingason, fráfarandi leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, sé nýjasti leikmaður félagsins. Ekki kemur fram hversu langan samning Birnir Snær gerir við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus á toppinn

Juventus vann öruggan 3-0 útisigur á Lecce í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir Juventus er komið á topp deildarinnar en Inter á þó leik til góða í 2. sætinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona

Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar skaut Lil­le á­fram í bikarnum

Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian Nökkvi skoraði í stór­sigri

Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles.

Fótbolti