Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 09:30 Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan. Twitter Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar. Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup
Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira