Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Þróttur lagði Val og öruggt hjá Víkingum

Lengjudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur er liðið mætti Val í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma unnu Íslandsmeistarar Víkings öruggan 4-1 sigur gegn Aftureldingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði sjö í einum og sama leiknum

Knattspyrnukonan Hildur Karítas Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu er liðið vann vægast sagt sannfærandi 9-2 sigur gegn Fram í B-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Svarar orðrómum um á­huga Liverpool

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur svarað þeim orðrómum um að Liverpool hafi áhuga á því að fá hann til að taka við liðinu þegar Jürgen Klopp kveður félagið að yfirstandandi tímabili loknu.

Fótbolti
Fréttamynd

Jota bestur í fyrsta sinn

Jürgen Klopp var í dag valinn stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og einn af lærisveinum hans, Diogo Jota, var valinn besti leikmaður mánaðarins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sæ­var viss um að hag­ræðing úr­­slita hafi átt sér stað

Alla jafna þykja æfingar­leikir tveggja liða ekki mikið frétta­efni en Íslendingaslagur Lyng­by og Ham/Kam í Tyrk­landi á dögunum hefur svo sannar­lega hlotið verð­skuldaða at­hygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam.

Fótbolti
Fréttamynd

Klinsmann rekinn í nótt

Suður-kóreska knattspyrnusambandið rak í nótt Jürgen Klinsmann úr starfi landsliðsþjálfara eins og stjórnarmönnum sambandins hafði verið ráðlagt í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé yfir­gefur PSG í sumar

Franski framherjin Kylian Mbappé hefur tjáð forráðamönnum Paris Saint-Germain að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Fótbolti