Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Utan vallar: Leikur fyrir snjall­síma­kyn­slóðina

Manchester United vann 4-3 sigur á Liverpool í framlengdum leik þegar liðin mættust á Old Trafford í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær, sunnudag. Má með sanni segja að leikurinn hafi haft allt sem góður fótboltaleikur þarf að hafa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar

Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Núñez meiddist gegn Man United

Darwin Núñez, framherji Liverpool, hefur dregið sig úr landsliðshópi Úrúgvæ fyrir komandi verkefni eftir að hafa meiðst aftan í læri í 4-3 tapi Liverpool á Old Trafford um helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hvít­þvottur á fót­bolta­vellinum – leikur Ís­lands við Ísrael í undan­keppni EM 2024

Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers.

Skoðun
Fréttamynd

Dreymir um hita­lagnir og höll

Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kveðst skít­sama um skoðun Hareide

Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta.

Fótbolti