Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2025 12:02 Caroline Graham Hansen hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum fyrir Barcelona í vetur og getur orðið Evrópumeistari þriðja árið í röð með liðinu á laugardaginn. Hún mætir svo Íslandi í næstu viku. Getty/Maja Hitij Norska landsliðið mætir Íslandi með enn sterkari hóp en síðast og er núna með Caroline Graham Hansen til taks, fyrir leikinn mikilvæga í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í næstu viku. Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira