Southgate talar um krísu á meðan Walker gæti spilað næsta leik Man City Gareth Southgate segist aldrei hafa lent í annarri eins meiðslakrísu og enska karlalandsliðið í knattspyrnu glímir nú við. Á sama tíma kom fram að Kyle Walker ætti að vera klár í stórleik Manchester City og Arsenal um næstu helgi. Fótbolti 25. mars 2024 22:30
„Erum bara á flottum stað miðað við árstíma“ Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 25. mars 2024 21:45
„Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert“ Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra. Fótbolti 25. mars 2024 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 4-0 | Valskonur örugglega í úrslit Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Það varð ljóst eftir að Valur vann sannfærandi 4-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum mótsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 25. mars 2024 20:05
Brast í grát á blaðamannafundi Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni. Fótbolti 25. mars 2024 19:30
Åge fyrir leikinn mikilvæga: Vill að leikmenn njóti augnabliksins Åge Hareide segir að enn megi lagfæra smáatriði fyrir stórleik morgundagsins gegn Úkraínu og því hafi verið frábært að geta tekið æfingu dagsins upp með dróna. Þá virðist þjálfarinn nokkuð viss um að spennustig leikmanna sé rétt stillt. Fótbolti 25. mars 2024 18:46
Vestri steinlá í fyrsta leik Eiðs Arons Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 25. mars 2024 18:15
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag í tilefni af úrslitaleiknum mikilvæga annað kvöld gegn landsliði Úkraínu um laust sæti á EM 2024. Fótbolti 25. mars 2024 15:32
Með 26 mörk og 25 stoðsendingar á tímabilinu Norska knattspyrnukonan Caroline Graham Hansen er allt í öllu hjá spænska liðinu Barcelona í 3-0 sigri á Real Madrid í El Clasico um helgina. Fótbolti 25. mars 2024 15:01
ESPN: Áhugi á Alberti í ensku úrvalsdeildinni Lengi hefur stefnt í kapphlaup á milli ítölsku stórliðanna Juventus og Internazionale um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson en nú eru að koma út fréttir um áhuga á honum norðar í álfunni. Enski boltinn 25. mars 2024 14:31
Brasilíska goðsögnin að missa húsið sitt Útlitið er ekki gott hjá hinni 53 ára gömlu brasilísku fótboltagoðsögn Cafu. Peningavandræði hans eru að ná nýjum hæðum. Fótbolti 25. mars 2024 14:00
Ráðherra sakar þýska sambandið um skort á föðurlandsást Það er óhætt að segja að sú ákvörðun þýska knattspyrnusambandsins að hætta samstarfi sínu við Adidas hafi farið illa í suma ráðamenn þjóðarinnar. Fótbolti 25. mars 2024 13:00
Fullkomnu frammistöðurnar með íslenska landsliðinu Margir íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu hafa spilað vel í íslenska landsliðsbúningnum en svo eru það þessir örfáu leikir þar sem leikmenn íslenska landsliðsins fara algjörlega á kostum. Það eru þessar frammistöður sem við rifjum upp í dag. Fótbolti 25. mars 2024 12:00
Þetta vill Guðlaugur Victor bæta fyrir leikinn stóra Strákarnir æfðu í Búdapest í gærmorgun. Síðan var stefnan tekin til Wrocław og lentu þeir í borginni seinnipartinn í gær. Sport 25. mars 2024 11:31
„Var bara þrekvirki Óla Þórðar“ Baldur Sigurðsson heimsótti Skagamenn í nýjasta þættinum um Lengsta undirbúningstímabil í heimi en þátturinn var frumsýndur á Stöð 2 Sport í gær. Íslenski boltinn 25. mars 2024 10:01
Rugluðust á Heimi Hallgríms og Guðmundi Hreiðars Heimir Hallgrímsson hefur vakið athygli fyrir að gera flotta hluti með landslið Jamaíka en það getur greinilega verið stundum erfitt að þekkja Íslendingana hjá jamaíska landsliðinu í sundur. Fótbolti 25. mars 2024 09:30
Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. Fótbolti 25. mars 2024 09:01
„Það breytti alveg planinu“ Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á. Íslenski boltinn 25. mars 2024 07:30
Pierre-Emile Hojbjerg tók reiði sína út á dómaranum Skrautlegt atvik átti sér stað í landsleik Danmerkur og Sviss á laugardaginn þegar Pierre-Emile Hojbjerg hrinti dómara leiksins og það nokkuð harkalega. Fótbolti 25. mars 2024 07:01
Heimir Hallgríms og Reggístrákarnir unnu bronsið Jamaíska fótboltaboltalandsliðið varð í þriðja sæti í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku eftir sigur í bronsleiknum í nótt. Fótbolti 25. mars 2024 06:32
Tíðindalítill sigur Ítalíu á Ekvador Ítalía vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Ekvador í æfingaleik liðanna í kvöld. Lorenzo Pellegrini skoraði fyrra mark leiksins eftir aukaspyrnu á 3. mínútu sem hann tók þó ekki sjálfur. Fótbolti 24. mars 2024 22:02
Kvarnast úr enska landsliðshópnum Landsliðshópur Englands hefur tekið töluverðum breytingum fyrir komandi leik liðsins gegn Belgíu, en þeir Kyle Walker, Sam Johnstone og Harry Maguire eru allir meiddir og hafa yfirgefið hópinn. Fótbolti 24. mars 2024 21:15
Tvö hröðustu landsleikjamörk sögunnar bæði skoruð í gærkvöldi Hinn austurríski Christoph Baumgartner skráði sig í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði mark eftir aðeins sex sekúndur í landsleik Austurríkis og Slóvakíu. Aldrei áður hefur mark í landsleik verið skorað eftir jafn stuttan tíma. Fótbolti 24. mars 2024 20:14
Fara á stærri vél og fjölga miðum til Póllands Icelandair hefur ákveðið að fjölga sætum í ferð á leik Íslands og Úkraínu í Wroclaw í Póllandi. Það seldist fljótt upp í ferðina en nú eru fleiri miðar komnir í sölu. Fótbolti 24. mars 2024 19:30
Chelsea á toppinn eftir þægilegan sigur Ríkjandi meistarar Chelsea tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lagði West Ham 0-2. Mörkin komu í blábyrjun og -lok leiksins. Fótbolti 24. mars 2024 18:31
Ingibjörg enn nær falli eftir tap fyrir landsleikjatörn Fátt virðist geta komið í veg fyrir að lið Ingibjargar Sigurðardóttur, Duisburg, falli úr efstu deild Þýskalands í fótbolta en liðið tapaði fallslag í dag. Fótbolti 24. mars 2024 16:05
Landsliðið komið á loft Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lagði nú síðdegis af stað frá Búdapest með kærar minningar eftir sigurinn góða gegn Ísrael í EM-umspilinu á fimmtudag. Fótbolti 24. mars 2024 15:17
Drakk 25 bjóra á dag Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi. Fótbolti 24. mars 2024 14:15
„Bróðir Trossards“ dæmir úrslitaleik Íslands gegn Úkraínu Hinn virti, franski dómari Clément Turpin mun sjá um að dæma úrslitaleik Íslands og Úkraínu um sæti á EM karla í fótbolta, í Póllandi á þriðjudagskvöld. Hann dæmdi víti á Ísland í leik við Úkraínu haustið 2016. Fótbolti 24. mars 2024 13:30
Baldur heimsækir Skagann í kvöld: „Var ekki í plönunum að koma heim“ Þriðji þáttur nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, þar sem Baldur Sigurðsson heimsækir liðin í Bestu deild karla í fótbolta, verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Íslenski boltinn 24. mars 2024 12:46