Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 14:01 Sveindís Jane valdi á milli Manchester og Los Angeles. Omar Vega/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu. „Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur. Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
„Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur.
Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira