„Það má ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2025 19:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði sigri í Mosfellsbæ í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.„Mjög ánægður með sigurinn, koma í Mosfellsbæ og vinna leikinn 2-0 og halda hreinu. Ná þremur stigum á móti liði sem er búið að vera mjög sterkt heima, mjög erfiður útivöllur með góðri stemningu,“ sagði þjálfarinn í leikslok. Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira