Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2025 21:48 Katie McCabe kann að skemmta sér. Harry Murphy/Getty Images Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins. Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira