Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Guðni og Halla fagna saman

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.

Lífið
Fréttamynd

Portúgal skoraði fjögur

Portúgal lagði Finnland 4-2 í vináttuleik þjóðanna en sigurliðið er í óðaönn að undirbúa sig fyrir EM í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þá gerðu Ítalía og Tyrkland markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn ekki með gegn Eng­landi og Hollandi

Framherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur þurft að draga sig út úr hópi íslenska A-landsliðsins í fótbolta sem spilar á næstu dögum vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi. Í hans stað kemur Sævar Atli Magnússon inn í hópinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þýskar komu til baka í Pól­landi

Þýska landsliðið er áfram með fullt hús stiga í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. Þýskaland lagði Pólland 3-1 ytra í dag en um er að ræða þjóðirnar sem eru með Íslandi og Austurríki í riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísa­fjarðar

Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri Steinn á lista með verðandi fram­herja Real Madríd

Svissneska tölfræðifyrirtækið CIES hefur birt lista yfir verðmætustu framherja heims sem eru yngri en 21 árs og spila ekki í neinum af sjö bestu deildum Evrópu. Endrick, verðandi leikmaður Real Madríd, trónir á toppi listans en Orri Steinn Óskarsson er í 5. sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé um skiptin til Real: Draumur að rætast

Franski framherjinn Kylian Mbappé er genginn í raðir Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd. Í færslu á samfélagsmiðlum segir Mbappé draum vera að rætast sem og hann birti mynd sér með Cristiano Ronaldo þegar hann var yngri.

Fótbolti