Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Liver­pool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst

Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Dramatík á Villa Park

Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Elfar Árni heim í Völsung

Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs eftir langa dvöl hjá KA. Völsungur vann sér sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guardiola allur útklóraður eftir leik

Manchester City kastaði frá sér þriggja marka forystu gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í gær. Útgangurinn á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, eftir leik vakti athygli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum brot­hættir“

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Atlético skoraði sex

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava.

Fótbolti
Fréttamynd

Ótrú­leg endur­koma Feyenoord í Manchester

Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar léku á als oddi

Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide þarf að leggjast undir hnífinn

Åge Hareide, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hann í viðtali við norska miðilinn Nettavisen.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti