Maldonado og Hamilton búnir að sættast eftir samstuðið á Spa Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin. Formúla 1 31. ágúst 2011 14:14
Senna gladdi hjörtu Renault manna Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. Formúla 1 30. ágúst 2011 17:32
Button fagnað í Manschester í dag og býst við áframhaldandi veru hjá McLaren Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu Formúla 1 30. ágúst 2011 16:57
Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Formúla 1 29. ágúst 2011 20:49
Enginn uppgjöf hjá McLaren þrátt fyrir mistök Hamilton og misjafnt gengi á Spa Formúla 1 29. ágúst 2011 20:17
Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Formúla 1 28. ágúst 2011 21:19
Stjörnuakstur Schumacher í tímamótakeppni Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag Formúla 1 28. ágúst 2011 20:33
Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. Formúla 1 28. ágúst 2011 20:10
Vettel vann Spa-kappaksturinn Sebastian Vettel, Red Bull, sigraði Spa-kappaksturinn í Belgíu, en Mark Webber, einnig hjá Red Bull, varð í öðru sæti. Formúla 1 28. ágúst 2011 13:35
Vettel í kjörstöðu fyrir titilslag í dag Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Formúla 1 28. ágúst 2011 10:02
Senna sló í gegn á Spa brautinni Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september. Formúla 1 27. ágúst 2011 22:48
Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug, einn af yfirmönnumunum hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. Formúla 1 27. ágúst 2011 21:28
Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Formúla 1 27. ágúst 2011 21:10
Vettel fljótastur í tímatökunni, en hjól flaug undan bíl Schumacher Það var misjöfn gæfa tveggja þýskra ökumanna í tímatökunni á Spa brautinni í Belgíu í dag. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, en Michael Schumacher verður aftastur á ráslínu eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla 1 27. ágúst 2011 13:51
Webber rétt á undan Hamilton á lokaæfingunni fyrir tímatökuna á Spa Mark Webber á Red Bull var fljótastur rennandi blautri Spa brautinni í Belgíu í dag þar sem rigndi mikið á meðan lokaæfingu fyrir tímatökuna var í gangi. Webber varð aðeins 0.058 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren á æfingunni, en Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð þriðji fljótastur. Formúla 1 27. ágúst 2011 10:22
Webber áfram hjá Red Bull 2012 Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Formúla 1 27. ágúst 2011 09:11
Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Formúla 1 26. ágúst 2011 23:36
Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Formúla 1 26. ágúst 2011 23:06
Webber sneggstur á seinni æfingunni Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag við erfiðar aðstæður, en rigning setti mark sitt á æfinguna eins og fyrri æfingu dagsins. Fernando Alonso á Ferrari náði næst besta tíma og varð 0.140 úr sekúndu á eftir Webber, en Jenson Button á McLaren þriðji. Formúla 1 26. ágúst 2011 13:49
Mercedes ekki að afskrifa Schumacher Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Formúla 1 26. ágúst 2011 12:53
Button: Eigum góða möguleika á sigri Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi. Formúla 1 26. ágúst 2011 12:13
Schumacher fljótastur á fyrstu æfingunni á Spa Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag. Schumacher og liðsfélagi hans Nico Rosberg náðu að keyra á meðan þurrt var í upphafi æfingarinnar og reyndust fljótastir, en rigning hefti möguleika annarra á að skáka tímum þeirra sem þeir náðu samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 26. ágúst 2011 09:56
Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabi Formúla 1 25. ágúst 2011 16:53
Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Formúla 1 25. ágúst 2011 16:12
Senna ökumaður Renault í stað Heidfeld Brasilíumaðurinn Bruno Senna hefur verið ráðinn ökumaður Renault liðsins í stað Þjóðverjans Nick Heidfeld, en málið var staðfest í dag af Renault. Formúla 1 24. ágúst 2011 18:03
Vettel: Spa draumabraut ökumanna Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Formúla 1 24. ágúst 2011 17:30
Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. Formúla 1 24. ágúst 2011 17:05
Meira sjálfstraust hjá Hamilton Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Formúla 1 22. ágúst 2011 15:49
Button elskar að keyra á Spa brautinni Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst. Formúla 1 22. ágúst 2011 14:46
20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan. Formúla 1 22. ágúst 2011 14:14