Vettel tók á móti heimsmeistarabikarnum 10. desember 2011 00:01 Jean Todt, forseti FIA afhendir Sebastian Vettel heimsmeistarabikarinn, en Jenson Button og Mark Webber tóku einnig á móti verðlaunum á verðlaunaafhendingu FIA. MYND: FIA Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. „Það er frábært að vera hérna í Indlandi á hátíð FIA og taka á móti bikarnum í annað skiptið. Ég hef haft bikarinn í húsinu mínu allt árið og vildi ekki skila honum, þannig að þetta skiptir mig miklu máli", sagði Vettel á afhendingunni, samkvæmt frétt á autosport.com. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig er að vinna á ný. Liðið hélt einbeitingu og gerði fá mistök og ég vil þakka því fyrir áhrifamikið framlag. Ég vil líka þakka Renault sem lagði svo hart að sér", sagði Vettel, en Renault vélar voru um borð í keppnisbílum Red Bull í mótum ársins. Vettel vann ellefu Formúlu 1 mót á keppnistímabilinu og hlaut samtals 392 stig í stigamóti ökumanna. Jenson Button hjá McLaren liðinu varð annar með 270 stig og Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull varð þriðji með 258 stig. Bæði Button og Webber tóku á móti verðlaunum fyrir árangur sinn á verðlaunaafhendingu FIA eins og Vettel. Christian Horner tók á móti heimsmeistarabikar bílasmiða, en Red Bull liðið sem hann er yfirmaður hjá vann meistaratitilinn í ár, rétt eins og í fyrra. Formúla Íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. „Það er frábært að vera hérna í Indlandi á hátíð FIA og taka á móti bikarnum í annað skiptið. Ég hef haft bikarinn í húsinu mínu allt árið og vildi ekki skila honum, þannig að þetta skiptir mig miklu máli", sagði Vettel á afhendingunni, samkvæmt frétt á autosport.com. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig er að vinna á ný. Liðið hélt einbeitingu og gerði fá mistök og ég vil þakka því fyrir áhrifamikið framlag. Ég vil líka þakka Renault sem lagði svo hart að sér", sagði Vettel, en Renault vélar voru um borð í keppnisbílum Red Bull í mótum ársins. Vettel vann ellefu Formúlu 1 mót á keppnistímabilinu og hlaut samtals 392 stig í stigamóti ökumanna. Jenson Button hjá McLaren liðinu varð annar með 270 stig og Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull varð þriðji með 258 stig. Bæði Button og Webber tóku á móti verðlaunum fyrir árangur sinn á verðlaunaafhendingu FIA eins og Vettel. Christian Horner tók á móti heimsmeistarabikar bílasmiða, en Red Bull liðið sem hann er yfirmaður hjá vann meistaratitilinn í ár, rétt eins og í fyrra.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira