Button: Finnst að okkar tími sé að koma 23. desember 2011 13:00 Jenson Button þjálfar líkamann af kappi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn, enda mikil átök á líkamann í mótum. MYND: MCLAREN F1 Jenson Button varð í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili á eftir Sebastian Vettel. Hann telur að ef McLaren liðið bætir sig aðeins fyrir næsta ár þá geti liðið barist um fleiri sigra en í ár. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða fyrir næsta keppnistímabil verða í febrúar á Spáni. „Við höfum ekki alveg náð að vinna meistaratitilinn síðustu tvö ár, en ég hef unnið nokkur mót með liðinu og finnst að okkar tími sé að koma, Við erum í góðri stöðu, þannig að við erum spenntir fyrir 2012," sagði Button í frétt á autosport.com. Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa orðið heimsmeistari með Brawn liðinu árið 2009 og hefur samtals fengið 484 stig í stigaamóti ökumanna á tveimur árum með liðinu, en Lewis Hamilton, liðsfélagi hans 467. Button hefur unnið fimm mót með McLaren og var ofar en Hamilton í stigamóti ökumanna í ár, en á eftir meistaranum Sebastian Vettel hjá Red Bull, sem varð meistari annað árið í röð. Button kann vel við sig hjá McLaren liðinu. „Við höfum varið tveimur árum saman og tíminn hefur flogið. Það er nokkuð ógnvekjandi að tvö keppnistímabil séu þegar liðinn. Þegar ég kom til McLaren var markmið mitt að vinna mót og að keppa með liði sem gæfi mér færi á að vinna meistaratitilinn. Mér finnst ég hafa bætt mig og með smá bætingu þá getum við barist um fleiri sigra 2012." Button á japanska kærustu sem heitir Jessica Michibata og hefur því sterk tengsl við Japan. Hann vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í ár. „Það var mjög sérstakt að vinna það mót á braut sem ég elska, á háhraðabraut sem á að henta Red Bull, fyrir framan japanska áhorfendur sem hafa upplifað erfiða tíma," sagði Button og vísaði þannig í náttúrhamfarirnar í Japan í mars." Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button varð í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili á eftir Sebastian Vettel. Hann telur að ef McLaren liðið bætir sig aðeins fyrir næsta ár þá geti liðið barist um fleiri sigra en í ár. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða fyrir næsta keppnistímabil verða í febrúar á Spáni. „Við höfum ekki alveg náð að vinna meistaratitilinn síðustu tvö ár, en ég hef unnið nokkur mót með liðinu og finnst að okkar tími sé að koma, Við erum í góðri stöðu, þannig að við erum spenntir fyrir 2012," sagði Button í frétt á autosport.com. Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa orðið heimsmeistari með Brawn liðinu árið 2009 og hefur samtals fengið 484 stig í stigaamóti ökumanna á tveimur árum með liðinu, en Lewis Hamilton, liðsfélagi hans 467. Button hefur unnið fimm mót með McLaren og var ofar en Hamilton í stigamóti ökumanna í ár, en á eftir meistaranum Sebastian Vettel hjá Red Bull, sem varð meistari annað árið í röð. Button kann vel við sig hjá McLaren liðinu. „Við höfum varið tveimur árum saman og tíminn hefur flogið. Það er nokkuð ógnvekjandi að tvö keppnistímabil séu þegar liðinn. Þegar ég kom til McLaren var markmið mitt að vinna mót og að keppa með liði sem gæfi mér færi á að vinna meistaratitilinn. Mér finnst ég hafa bætt mig og með smá bætingu þá getum við barist um fleiri sigra 2012." Button á japanska kærustu sem heitir Jessica Michibata og hefur því sterk tengsl við Japan. Hann vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í ár. „Það var mjög sérstakt að vinna það mót á braut sem ég elska, á háhraðabraut sem á að henta Red Bull, fyrir framan japanska áhorfendur sem hafa upplifað erfiða tíma," sagði Button og vísaði þannig í náttúrhamfarirnar í Japan í mars."
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira