Schumacher fljótastur á æfingum dagsins Birgir Þór Harðarson skrifar 8. febrúar 2012 16:39 Schumacher var fljótastur á æfingum dagsins á Jerez á Spáni. Mercedes liðið hefur ekki enn frumsýnt 2012 árgerð sína og ók Schumacher því bíl síðasta árs. NordicPhotos/ AFP Michael Schumacher, á 2011 árgerð Mercedes bílsins, var fljótastur á æfingum F1 liða á Jerez brautinni á Spáni í morgun. Æfingatímabil keppnisliða hófst í gær þegar Kimi Raikkönen var fljótastur á 2012 árgerð Lotus liðsins. Kimi varð síðan fimmti á æfingum dagsins. Mark Webber varð annar í dag á nýjum Red Bull bíl, Daniel Ricciardo á Torro Rosso varð þriðji og þriðji ökumaður Force India, nýliðinn Jules Bianchi, varð fjórði. Flest keppnisliðin hafa nú þegar frumsýnt 2012 árgerð bíla sinna og aka þeim í æfingunum á Jerez. Mercedes, HRT og Marussia eru þau lið sem eiga eftir að frumsýna. Þau aka bílum síðasta árs með uppfærslum. Erfitt getur verið að meta keppnishraða liðana af æfingunum einum því liðin nota þær til að prófa mismunandi hluti. Reglubreytingar fyrir keppnistímabilið 2012 hafa þvingað keppnislið til að endurhanna framenda bíla sinna og kemur nýja hönnunin nokkuð spánskt fyrir sjónir. McLaren liðið er eina liðið sem hefur nálgast framenda sinn á svipaðan hátt og undanfarin ár. Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher, á 2011 árgerð Mercedes bílsins, var fljótastur á æfingum F1 liða á Jerez brautinni á Spáni í morgun. Æfingatímabil keppnisliða hófst í gær þegar Kimi Raikkönen var fljótastur á 2012 árgerð Lotus liðsins. Kimi varð síðan fimmti á æfingum dagsins. Mark Webber varð annar í dag á nýjum Red Bull bíl, Daniel Ricciardo á Torro Rosso varð þriðji og þriðji ökumaður Force India, nýliðinn Jules Bianchi, varð fjórði. Flest keppnisliðin hafa nú þegar frumsýnt 2012 árgerð bíla sinna og aka þeim í æfingunum á Jerez. Mercedes, HRT og Marussia eru þau lið sem eiga eftir að frumsýna. Þau aka bílum síðasta árs með uppfærslum. Erfitt getur verið að meta keppnishraða liðana af æfingunum einum því liðin nota þær til að prófa mismunandi hluti. Reglubreytingar fyrir keppnistímabilið 2012 hafa þvingað keppnislið til að endurhanna framenda bíla sinna og kemur nýja hönnunin nokkuð spánskt fyrir sjónir. McLaren liðið er eina liðið sem hefur nálgast framenda sinn á svipaðan hátt og undanfarin ár.
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira