Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. Innlent 14. júní 2022 19:00
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. Innlent 14. júní 2022 15:40
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Innlent 14. júní 2022 14:47
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. Innlent 13. júní 2022 20:00
Blíðviðri og ekkert lúsmý Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. Innlent 13. júní 2022 10:44
Ferðagleði Íslendinga birtist í metkortaveltu erlendis Heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 21,5 milljörðum króna í apríl og hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1997. Jókst veltan um tæpa 12,4 milljarða frá sama tíma árið 2021. Viðskipti innlent 13. júní 2022 10:12
Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. Atvinnulíf 13. júní 2022 07:01
Mögnuð upplifun á Skrímslasetrinu á Bíldudal Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu. Innlent 12. júní 2022 22:12
„Þetta er fúlt“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið. Viðskipti innlent 12. júní 2022 12:24
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. Lífið 12. júní 2022 11:00
Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. Innlent 11. júní 2022 15:56
Banaslys í Reynisfjöru Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Innlent 11. júní 2022 09:44
Þungt högg að missa heilan dag en Seyðfirðingar standa keikir Rýma þurfti hótel og fresta opnun veitingastaðar á Seyðisfirði í dag eftir vatnsrör fór í sundur í bænum. Hótelstjóri segir þetta mikið bakslag núna þegar ferðasumrið er að fara af stað en að Seyðfirðingar séu öllu vanir. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum, segir hann um vatnsöflin á Seyðisfirði. Innlent 10. júní 2022 20:00
Fjöldi brottfara í maí aldrei verið meiri Brottfarir Íslendinga í maí voru um 65 þúsund talsins og hafa ekki mælst svo margar í maí síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í talningu Ferðamálastofu. Þá voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um 112 þúsund talsins sem er fimmti fjölmennasti maímánuður frá því að mælingar hófust. Innlent 10. júní 2022 10:04
Taktu þátt í leik og þú gætir unnið nótt á Hótel Húsafelli Spennandi gjafabréfaleikur stendur nú yfir á facebooksíðu Hótels Húsafells. Lífið samstarf 10. júní 2022 09:41
Opna hótel í sögufrægu húsi á Siglufirði Keahótel hafa opnað nýtt gistihús á Siglufirði, Salt, sem staðsett er í sögufrægu húsi sem áður hýsti Hótel Hvanneyri og var fyrst starfrækt árið 1934. Viðskipti innlent 9. júní 2022 14:18
Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Viðskipti innlent 8. júní 2022 08:36
Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. Innlent 7. júní 2022 22:30
Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. Innlent 7. júní 2022 17:37
Ásta María tekur við af Hilmari hjá Special Tours Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Special Tours hefur ákveðið að láta af störfum og hefur Ásta María Marinósdóttir tekið við stöðunni. Viðskipti innlent 7. júní 2022 13:08
Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. Innlent 5. júní 2022 18:38
Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. Lífið 5. júní 2022 12:19
Air Canada hefur sig til flugs frá Keflavíkurflugvelli á ný Air Canada hefur hafið sumarflug sitt milli Keflavíkurflugvallar og Toronto og Montreal á ný en flugfélagið flaug seinast til Íslands árið 2019. Flogið verður fjórum sinnum í viku til og frá Toronto og þrisvar sinnum í viku til og frá Montreal fram í október. Viðskipti innlent 3. júní 2022 13:12
Parka Camping bókunarvélin bjargar buguðum ferðafjölskyldum „Það gerir ferðalagið svo miklu ánægjulegra og þægilegra að geta kíkt í símann að morgni og séð hvort það er laust pláss þar sem besta veðrið er í stað þess að komast að því að allt er fullt þegar við erum mætt á staðinn með bugaða og grenjandi krakka í aftursætinu,“ segir Arna Haraldsdóttir markaðsstjóri Parka en á vefsíðu Parka er hægt að bóka pláss á tjaldstæðum um allt land á einfaldan hátt. Samstarf 2. júní 2022 11:51
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. Innlent 2. júní 2022 07:00
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Innlent 1. júní 2022 22:44
Bjóða upp sérhönnuð sundferðalög Hönnunarsafn Íslands bíður upp á ferðagjöf þetta árið en hún er í formi þriggja sérhannaðra sundferða sem tengjast sýningunni Sund sem stendur ný yfir í safninu. Lífið 1. júní 2022 13:58
„Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti“ Mannauðsstjóri ISAVIA telur að það muni taka nokkur ár að ná því trausti sem fólk hafi áður borið til flugvalla sem vinnustað eftir þrengingarnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Fylgifiskur sóttvarnatakmarkana sem ýmist voru hertar eða víkkaðar út var skert starfshlutfall og uppsagnir. Viðskipti innlent 1. júní 2022 13:20
Vill að Íslendingar leggi áherslu á gæði umfram magn í ferðaþjónustu Forstjóri Brimborgar vill að Íslendingar marki sér stefnu í ferðamannamálum um að laða til landsins ferðamenn sem borgi vel. Leggja þurfi áherslu á gæði umfram magn í ferðamennsku. Hann kveðst sannfærður um að það myndi leysa mönnunarvanda og gera greinina sjálfbærari. Viðskipti innlent 31. maí 2022 14:32
SAF reyndi að siga Samkeppniseftirlitinu á veiðifélög Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem féllst ekki á að beiðni samtakanna um að settar yrðu kvaðir á veiðifélög vegna útleigu veiðihúsa. Innherji 31. maí 2022 14:01