Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 09:36 Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur verði rúmlega þrjú prósent á árinu. Vísir/Sigurjón Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira