Allt fullt af fólki í sumarbústöðum yfir páskana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. apríl 2023 13:05 Fjöldi fólks dvelur í sumarbústöðum í Uppsveitum Árnessýslu yfir páskana. Aðsend Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu. Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira