
140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst
Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi.
Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.
Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi.
Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.
Mikill skortur er á fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ því þar er svo mikill uppgangur og mikið að gerast, ekki síst í ferðaþjónustu. „Okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf“, segir bæjarstjórinn.
Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi.
Oddvar Haukur Árnason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Farfugla ses. / HI Iceland og tekur hann við starfinu af Sigríði Ólafsdóttur sem kveður eftir 23 ár hjá félaginu.
Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó
Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna.
Í hjarta Norður-Atlantshafsins, norður við heimskautsbaug er Ísland, land elds og íss, sem laðar til sín sífellt fleiri ferðalanga með töfrandi landslagi og ríkulegum menningararfi.
Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu.
Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland.
Rafskutlur með sætum hafa slegið í gegn í Vestmannaeyjum í sumar þar sem farið er með ferðamenn á hjólunum í söguferðir um eyjuna.
Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið.
Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan.
Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana.
Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að þessu beri að taka alvarlega en að niðurstöðurnar komi ekki á óvart í ljósi mikillar fjölgunar ferðamanna.
Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu.
„Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“
Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða.
Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust.
Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet.
Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna.
Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu.
Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.
Ljót ummerki utanvegaaksturs eru við gervigígana á Mýrdalssandi. Leiðsögumanni krossbrá þegar hann sá förin sem munu liggja við náttúruperluna líklega næstu hundrað árin.
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni.
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna.
Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.
Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju.
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið.