Starfsleyfi afturkallað vegna óviðunandi aðbúnaðs og umgengni Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 20:01 Frá tjaldssvæðinu í Þrastaskógi en félag í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar er rekstraraðili svæðisins. Heilsbrigðisnefnd Suðurlands hefur fellt starfsleyfi tjaldsvæðisins úr gildi. Vísir Heilsbrigðisnefnd Suðurlands hefur fellt úr gildi starfsleyfi á tjaldsvæðinu í Þrastaskógi í Grímsnesi. Nefndin segir aðbúnað og umgengni með öllu óviðeigandi og að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa. Heilbrigðisnefnd Suðurlands felldi starfsleyfi tjaldsvæðisins í Þrastaskógi úr gildi á síðasta fundi nefndarinnar þann 11. júní síðastliðinn. Félagið V63 ehf. er rekstraraðili tjaldsvæðisins en félagið er alfarið í eigu athafnamannsins Sverris Einars Einars Eiríkssonar sem ítrekað hefur verið í fréttum vegna ýmissa mála. Í fundargerð heilbrigðisnefndarinnar frá 11. júní kemur fram að samkvæmt eftirlitsskýrslu sé aðbúnaður og umgengni á tjaldsvæðinu með öllu óviðunandi og uppfylli ekki skilyrði. Því hefur starfsleyfið verið fellt úr gildi. Einnig kemur fram í fundargerðinni að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa í tjöldum, trukkum og kúluhýsum sem ekki sé byggingaheimild fyrir. Kúluhýsin hafi verið reist á lóðinni án heimildar skipulags- og byggingaryfirvalda. Sverrir svaraði spurningum blaðamanns í tölvupósti nú undir kvöld þar sem hann sagði að heilbrigðiseftirlitið hefði tekið tjaldsvæðið út í vikunni og að svæðið muni opna þann 1. júlí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sverrir er til umfjöllunar vegna sama svæðis en á síðasta ári fór Landsbankinn fram á nauðungarsölu Þrastalunds vegna skuldar Sverris við bankann. Tjaldsvæðið í Þrastaskógi er skammt frá veitingastaðnum Þrastalundi sem verið hefur nokkuð vinsæll áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna í gegnum árin. Tjaldsvæði Heilbrigðiseftirlit Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns. 16. janúar 2023 14:12 Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14. júní 2024 13:55 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felldi starfsleyfi tjaldsvæðisins í Þrastaskógi úr gildi á síðasta fundi nefndarinnar þann 11. júní síðastliðinn. Félagið V63 ehf. er rekstraraðili tjaldsvæðisins en félagið er alfarið í eigu athafnamannsins Sverris Einars Einars Eiríkssonar sem ítrekað hefur verið í fréttum vegna ýmissa mála. Í fundargerð heilbrigðisnefndarinnar frá 11. júní kemur fram að samkvæmt eftirlitsskýrslu sé aðbúnaður og umgengni á tjaldsvæðinu með öllu óviðunandi og uppfylli ekki skilyrði. Því hefur starfsleyfið verið fellt úr gildi. Einnig kemur fram í fundargerðinni að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa í tjöldum, trukkum og kúluhýsum sem ekki sé byggingaheimild fyrir. Kúluhýsin hafi verið reist á lóðinni án heimildar skipulags- og byggingaryfirvalda. Sverrir svaraði spurningum blaðamanns í tölvupósti nú undir kvöld þar sem hann sagði að heilbrigðiseftirlitið hefði tekið tjaldsvæðið út í vikunni og að svæðið muni opna þann 1. júlí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sverrir er til umfjöllunar vegna sama svæðis en á síðasta ári fór Landsbankinn fram á nauðungarsölu Þrastalunds vegna skuldar Sverris við bankann. Tjaldsvæðið í Þrastaskógi er skammt frá veitingastaðnum Þrastalundi sem verið hefur nokkuð vinsæll áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna í gegnum árin.
Tjaldsvæði Heilbrigðiseftirlit Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns. 16. janúar 2023 14:12 Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14. júní 2024 13:55 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns. 16. janúar 2023 14:12
Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14. júní 2024 13:55
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum