Starfsleyfi afturkallað vegna óviðunandi aðbúnaðs og umgengni Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 20:01 Frá tjaldssvæðinu í Þrastaskógi en félag í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar er rekstraraðili svæðisins. Heilsbrigðisnefnd Suðurlands hefur fellt starfsleyfi tjaldsvæðisins úr gildi. Vísir Heilsbrigðisnefnd Suðurlands hefur fellt úr gildi starfsleyfi á tjaldsvæðinu í Þrastaskógi í Grímsnesi. Nefndin segir aðbúnað og umgengni með öllu óviðeigandi og að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa. Heilbrigðisnefnd Suðurlands felldi starfsleyfi tjaldsvæðisins í Þrastaskógi úr gildi á síðasta fundi nefndarinnar þann 11. júní síðastliðinn. Félagið V63 ehf. er rekstraraðili tjaldsvæðisins en félagið er alfarið í eigu athafnamannsins Sverris Einars Einars Eiríkssonar sem ítrekað hefur verið í fréttum vegna ýmissa mála. Í fundargerð heilbrigðisnefndarinnar frá 11. júní kemur fram að samkvæmt eftirlitsskýrslu sé aðbúnaður og umgengni á tjaldsvæðinu með öllu óviðunandi og uppfylli ekki skilyrði. Því hefur starfsleyfið verið fellt úr gildi. Einnig kemur fram í fundargerðinni að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa í tjöldum, trukkum og kúluhýsum sem ekki sé byggingaheimild fyrir. Kúluhýsin hafi verið reist á lóðinni án heimildar skipulags- og byggingaryfirvalda. Sverrir svaraði spurningum blaðamanns í tölvupósti nú undir kvöld þar sem hann sagði að heilbrigðiseftirlitið hefði tekið tjaldsvæðið út í vikunni og að svæðið muni opna þann 1. júlí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sverrir er til umfjöllunar vegna sama svæðis en á síðasta ári fór Landsbankinn fram á nauðungarsölu Þrastalunds vegna skuldar Sverris við bankann. Tjaldsvæðið í Þrastaskógi er skammt frá veitingastaðnum Þrastalundi sem verið hefur nokkuð vinsæll áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna í gegnum árin. Tjaldsvæði Heilbrigðiseftirlit Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns. 16. janúar 2023 14:12 Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14. júní 2024 13:55 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felldi starfsleyfi tjaldsvæðisins í Þrastaskógi úr gildi á síðasta fundi nefndarinnar þann 11. júní síðastliðinn. Félagið V63 ehf. er rekstraraðili tjaldsvæðisins en félagið er alfarið í eigu athafnamannsins Sverris Einars Einars Eiríkssonar sem ítrekað hefur verið í fréttum vegna ýmissa mála. Í fundargerð heilbrigðisnefndarinnar frá 11. júní kemur fram að samkvæmt eftirlitsskýrslu sé aðbúnaður og umgengni á tjaldsvæðinu með öllu óviðunandi og uppfylli ekki skilyrði. Því hefur starfsleyfið verið fellt úr gildi. Einnig kemur fram í fundargerðinni að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa í tjöldum, trukkum og kúluhýsum sem ekki sé byggingaheimild fyrir. Kúluhýsin hafi verið reist á lóðinni án heimildar skipulags- og byggingaryfirvalda. Sverrir svaraði spurningum blaðamanns í tölvupósti nú undir kvöld þar sem hann sagði að heilbrigðiseftirlitið hefði tekið tjaldsvæðið út í vikunni og að svæðið muni opna þann 1. júlí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sverrir er til umfjöllunar vegna sama svæðis en á síðasta ári fór Landsbankinn fram á nauðungarsölu Þrastalunds vegna skuldar Sverris við bankann. Tjaldsvæðið í Þrastaskógi er skammt frá veitingastaðnum Þrastalundi sem verið hefur nokkuð vinsæll áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna í gegnum árin.
Tjaldsvæði Heilbrigðiseftirlit Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns. 16. janúar 2023 14:12 Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14. júní 2024 13:55 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns. 16. janúar 2023 14:12
Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14. júní 2024 13:55