Ísland að detta úr tísku Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2024 19:00 Hjalti Már Einarsson er viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera. Vísir/Arnar Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira