Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. Innlent 1. júní 2019 17:41
Það er slúðrað mest í Reykjavík Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik. Viðskipti innlent 1. júní 2019 08:15
Fjaðrárgljúfur opnað á ný Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Svæðinu var lokað fyrir allri umferð í febrúar síðastliðnum vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga. Innlent 31. maí 2019 19:14
Hóteleigandi á Flúðum segir fleiri bókanir í sumar en í fyrra Margrét Runólfsdóttir, hóteleigandi, er bjartsýn á horfur ferðaþjónustunnar á Flúðum. Innlent 31. maí 2019 16:18
Litríkt risaskemmtiferðaskip mætt til Íslands Skemmtiferðaskipið Norwegian Getaway kom að Skarfabakka í Reykjavík í hádeginu í dag. Skipið er af stærri gerðinni, 145.655 brúttótonn og tekur rétt tæplega 4000 farþega. Innlent 31. maí 2019 14:59
Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum. Innlent 31. maí 2019 14:00
Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. Innlent 31. maí 2019 10:05
Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Innlent 30. maí 2019 19:00
Missti stjórn á bifhjóli í Kömbunum Tvennt á hjólinu en meiðsli ekki alvarleg. Innlent 30. maí 2019 18:20
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. Innlent 30. maí 2019 16:59
Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Innlent 30. maí 2019 11:45
Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. Innlent 29. maí 2019 19:00
Umhverfismálin munu hafa mikil áhrif Magnús Orri Schram segir mikilvægt að Ísland verði áfangastaður þar sem ferðamenn geti verið umhverfisvænni en heima hjá sér. Viðskipti innlent 29. maí 2019 14:15
Hagnast um 339 milljónir króna Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa, hagnaðist um 339 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 28 milljónir króna frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi sjóðsins. Viðskipti innlent 29. maí 2019 06:00
Reddast þetta bara? Í dag bendir flest til að a.m.k. 14% fækkun ferðamanna til Íslands verði staðreynd. Það þýðir um 100 milljarða króna tapaðar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið – um fimmfaldur loðnubrestur. Skoðun 28. maí 2019 19:27
Misstu stjórn á fjórhjóli og voru fluttar á spítala Um erlenda ferðamenn var að ræða. Innlent 28. maí 2019 11:24
Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. Innlent 28. maí 2019 10:48
Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Viðskipti innlent 28. maí 2019 10:45
Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru við Hauganes eru ekki lengur opnir almenningi um nætur. Umgengni og ónæði gera það að verkum að eigandinn ætlar að loka þeim á kvöldin. Vill ekki sjá fyllibyttur en hugar að frekari uppbyggingu. Innlent 28. maí 2019 06:00
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Innlent 26. maí 2019 21:00
Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. Innlent 23. maí 2019 15:13
Flest bendir til mjúkrar lendingar Dósent í hagfræði segir Íslendinga nú geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveiflu hagkerfisins. Hingað til hafi hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu. Viðskipti innlent 23. maí 2019 07:30
Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag Innlent 23. maí 2019 06:20
Fyrrverandi WOW-liðar til Kynnisferða Linda Hrönn Björgvinsdóttir og Sandra Ósk Sigurðardóttir hafa verið ráðnar til starfa hjá Kynnisferðum. Viðskipti innlent 22. maí 2019 09:29
Vill að Sólveig Anna skýri orð sín Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Innlent 22. maí 2019 06:00
Greiða rúman milljarð króna í arð Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár. Viðskipti innlent 22. maí 2019 06:00
27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Innlent 21. maí 2019 19:00
Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. Innlent 21. maí 2019 07:11
Landverði við Fjaðrárgljúfur boðnar mútur fyrir aðgang Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I'll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Innlent 19. maí 2019 14:00
Kúkalabbarnir komu víðar við á hálendinu Svo virðist sem þeir aðilar sem skildu eftir sig skít á pallinum við Baldvinsskála, skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi, hafi komið víðar við á hálendinu. Innlent 18. maí 2019 18:00