Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 18:34 Leiðsögumaðurinn lýsti því jafnframt að aðstæðurnar sem þarna mynduðust hafi verið afar hættulegur. Aldan skolar sandinum iðulega undan þeim sem á honum stendur og því afar erfitt að ná fótfestu. Vísir/getty Íslenskur leiðsögumaður, sem bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru á laugardag, segir sára vöntun á gæslu í Reynisfjöru. Hann hefur nú fjórum sinnum farið í sjóinn til aðstoðar ferðamönnum í fjörunni. Þá náði hann ekkert að ræða við foreldra barnanna eftir lífbjörgina á laugardag vegna þess að hann þurfti að hlaupa til aðstoðar öðrum ferðamannahópi í ógöngum í fjörunni. Leiðsögumaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, lýsti ótrúlegri atburðarásinni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reiður sjórinn freyddi Hann kom í Reynisfjöru um þrjúleytið á laugardag, ásamt fjórum þýskum ferðamönnum sem hann var með í skoðunarferð um Suðurland. Þau stóðu efst í fjörunni, rétt við göngustíginn sem liggur niður að sjónum. „Það er stórstreymt og fullt tungl og gekk mikið á í sjónum, eins og reyndar er oft þarna. Samt var veður á þessum tímapunkti alveg ágætt, það var ekki sérstakur vindur eða neitt svoleiðis en sjórinn bara freyddi og var frekar reiður,“ sagði leiðsögumaðurinn. „Ég er búinn að brýna fyrir mínum kúnnum hætturnar sem eru þarna og sýna þeim skiltið og svoleiðis. Svo komum við þarna niður eftir og þær eru strax bara eiginlega gáttaðar [] á því að það væri engin gæsla þarna, hvað fólk var að hætta sér nálægt sjónum, hlaupa undan öldunni. Þetta eru hlutir sem við sjáum daglega í Reynisfjöru, því miður.“ Liggja á maganum með andlitið í sjónum Leiðsögumaðurinn var í miðjum klíðum við að svara spurningum kvennanna um öryggismál í fjörunni þegar hann varð var við fjögurra manna fjölskyldu, foreldra og tvö börn. Börnin, sem leiðsögumaðurinn telur að hafi verið á aldrinum fjögurra til sjö ára, voru að leika sér í flæðarmálinu og foreldrarnir fylgdust með nokkrum metrum ofar. „Ég fæ hnút í magann strax við að sjá þetta og ætla að fara að gera mig líklegan til að tala við þau. Ég fæ engan tíma til að hugsa því þá, með það sama, kemur stór alda, stærri heldur en flestar aðrar. Ég veit ekki hvort þið þekkið aðstæður þarna en ölduhafið er þannig að það koma nokkrar venjulegar öldur í röð í venjulegum takti en svo kemur reglulega ein stærri upp á land, svona laumuaalda,“ sagði leiðsögumaðurinn. Sjá einnig: Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum „Ég sé ölduna skella aftan á börnunum, þau snúa baki í sjóinn, og rýk af stað. Þau byrja að sogast út með útsoginu, liggja á maganum með andlitið í sjónum. Það er ekkert busl eða neitt, þetta er frekar friðsamlegt hvernig þetta gerist. Þegar ég er kominn niður í sjóinn þarf ég að hinkra eitt andartak að bíða eftir því að ein alda gekk yfir. Það þýðir ekki að vaða bara út í hugsunarlaust þarna. Þetta var mjög erfitt og langt augnablik að bíða eftir að aldan myndi fara.“ Náði að grípa í úlpuna Leiðsögumaðurinn lýsti því jafnframt að aðstæðurnar sem þarna mynduðust hafi verið afar hættulegur. Aldan skolar sandinum iðulega undan þeim sem á honum stendur og því afar erfitt að ná fótfestu. „Áður en ég veit af er ég kominn í vatn upp að mitti og þarf að taka ákvörðun um hvoru barninu ég ætla að fara á eftir, allavega til að byrja með. Ég fer á eftir stúlkunni sem var yngra barnið, eða minna barnið allavega, þar sem hún var að farin að fljóta með útsoginu lengra út. Ég á í miklu basli með að standa í þessu ölduróti án þess að fara út sjálfur en með einhverju ótrúlegu móti næ ég að grípa aftan í úlpuna á henni, á miðju bakinu. Hífi hana upp úr til að ná höfðinu upp úr vatninu. Næ því, og næ að snúa mér við og er að reyna að berjast við að halda jafnvægi þannig að ég verði ekki láréttur og fljóti út.“ Leiðsögumaðurinn sneri sér því næst við og sá þá föður barnanna þar sem hann var kominn niður í flæðarmálið og reyndi að ná til sonar síns, sem enn var í sjónum. „Hann [faðirinn] nánast nær því en samt ekki, hann var ekki að fara neitt voðalega langt út í. Hann er að basla við að ná taki á barninu þegar ég er að koma upp úr með hitt, þannig að ég geng á milli og gríp á sama hátt í hitt barnið, í bakið á úlpunni, og drösla þeim upp í fjöruna þar sem við erum komin í vari frá öldunni.“ Heyrði önnur óp skammt frá Leiðsögumaðurinn lýsti því að börnin hafi verið rennandi blaut, enda farið alveg á kaf í sjóinn nokkrum sinnum. Þau hóstuðu upp vatni og voru algjörlega stjörf. Þá hafi engin tími gefist til að ræða við foreldrana vegna þess að annar ferðamannahópur lenti einnig í vanda skammt frá. „Foreldrarnir fóru strax að huga að börnunum. Í rauninni voru ekki nein munnleg samskipti okkar á milli. Ég eflaust kallaði eitthvað í hita leiksins, ég hreinlega man það ekki. En þegar við erum komin þarna upp úr og ég tékka á börnunum og foreldrarnir fara að sinna þeim, ég er að ná andanum, og átta mig á því hvað var að gerast þegar ég heyri önnur óp fyrir aftan mig,“ sagði leiðsögumaðurinn. Ferðamenn leggja margir leið sína í Reynisfjörðu er þeir heimsækja Ísland.Vísir/getty Þar var á ferðinni fimm manna hópur úti á ysta odda stuðlabergsins í Reynisfjöru. Alda hafði skollið á stuðlaberginu og á hópinn, sem náði þó að ríghalda sér í bergið og skolaðist því ekki út á haf. „Þannig að ég fæ engan tíma til að jafna mig á hinu, ég er strax komin í að reka þetta fólk niður. Þetta var fimm manna hópur af fullorðnu fólki, eða upp úr tuttugu [ára] eða svoleiðis. Það tekur mig bara eina mínútu að ná þeim þarna niður og þegar ég er búin að snúa mér við, og konurnar sem voru með mér í ferð koma til mín í mikilli geðshræringu, þá er fjölskyldan horfin.“ Í fjórða skiptið sem hann fer í sjóinn Leiðsögumaðurinn leitaði því næst að fjölskyldunni þar sem hann taldi víst að hún væri í áfalli og þyrfti mögulega eftirfylgni. Leitin bar þó ekki árangur en leiðsögumaðurinn hringdi í lögreglu á Suðurlandi og gaf henni atvikaskýrslu. Þá var það mat leiðsögumannsins að ferðamenn áttuðu sig almennt ekki á hættunum sem leyndust í Reynisfjöru. Hann taldi það jafnframt deginum ljósara að það þyrfti að koma á gæslu í fjörunni – hann hefði ítrekað þurft að koma ferðamönnum til hjálpar sem lent hefðu í ógöngum. „Þetta er, og allt í lagi að það fylgi sögunni, í fjórða skipti sem ég fer í sjóinn þarna en aldrei jafndjúpt og aldrei jafnalvarlegt og þetta atvik. Í hinum atvikunum var þetta meira þannig að maður var að bleyta sig aðeins, kannski hálfa leið upp að hnjám, kippt í einhverjum sem átti í erfiðleikum með að standa þegar aldan skall á.“ Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar 2018 þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Í nóvember ákváðu fjögur ráðuneyti að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. 8. febrúar 2020 22:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íslenskur leiðsögumaður, sem bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru á laugardag, segir sára vöntun á gæslu í Reynisfjöru. Hann hefur nú fjórum sinnum farið í sjóinn til aðstoðar ferðamönnum í fjörunni. Þá náði hann ekkert að ræða við foreldra barnanna eftir lífbjörgina á laugardag vegna þess að hann þurfti að hlaupa til aðstoðar öðrum ferðamannahópi í ógöngum í fjörunni. Leiðsögumaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, lýsti ótrúlegri atburðarásinni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reiður sjórinn freyddi Hann kom í Reynisfjöru um þrjúleytið á laugardag, ásamt fjórum þýskum ferðamönnum sem hann var með í skoðunarferð um Suðurland. Þau stóðu efst í fjörunni, rétt við göngustíginn sem liggur niður að sjónum. „Það er stórstreymt og fullt tungl og gekk mikið á í sjónum, eins og reyndar er oft þarna. Samt var veður á þessum tímapunkti alveg ágætt, það var ekki sérstakur vindur eða neitt svoleiðis en sjórinn bara freyddi og var frekar reiður,“ sagði leiðsögumaðurinn. „Ég er búinn að brýna fyrir mínum kúnnum hætturnar sem eru þarna og sýna þeim skiltið og svoleiðis. Svo komum við þarna niður eftir og þær eru strax bara eiginlega gáttaðar [] á því að það væri engin gæsla þarna, hvað fólk var að hætta sér nálægt sjónum, hlaupa undan öldunni. Þetta eru hlutir sem við sjáum daglega í Reynisfjöru, því miður.“ Liggja á maganum með andlitið í sjónum Leiðsögumaðurinn var í miðjum klíðum við að svara spurningum kvennanna um öryggismál í fjörunni þegar hann varð var við fjögurra manna fjölskyldu, foreldra og tvö börn. Börnin, sem leiðsögumaðurinn telur að hafi verið á aldrinum fjögurra til sjö ára, voru að leika sér í flæðarmálinu og foreldrarnir fylgdust með nokkrum metrum ofar. „Ég fæ hnút í magann strax við að sjá þetta og ætla að fara að gera mig líklegan til að tala við þau. Ég fæ engan tíma til að hugsa því þá, með það sama, kemur stór alda, stærri heldur en flestar aðrar. Ég veit ekki hvort þið þekkið aðstæður þarna en ölduhafið er þannig að það koma nokkrar venjulegar öldur í röð í venjulegum takti en svo kemur reglulega ein stærri upp á land, svona laumuaalda,“ sagði leiðsögumaðurinn. Sjá einnig: Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum „Ég sé ölduna skella aftan á börnunum, þau snúa baki í sjóinn, og rýk af stað. Þau byrja að sogast út með útsoginu, liggja á maganum með andlitið í sjónum. Það er ekkert busl eða neitt, þetta er frekar friðsamlegt hvernig þetta gerist. Þegar ég er kominn niður í sjóinn þarf ég að hinkra eitt andartak að bíða eftir því að ein alda gekk yfir. Það þýðir ekki að vaða bara út í hugsunarlaust þarna. Þetta var mjög erfitt og langt augnablik að bíða eftir að aldan myndi fara.“ Náði að grípa í úlpuna Leiðsögumaðurinn lýsti því jafnframt að aðstæðurnar sem þarna mynduðust hafi verið afar hættulegur. Aldan skolar sandinum iðulega undan þeim sem á honum stendur og því afar erfitt að ná fótfestu. „Áður en ég veit af er ég kominn í vatn upp að mitti og þarf að taka ákvörðun um hvoru barninu ég ætla að fara á eftir, allavega til að byrja með. Ég fer á eftir stúlkunni sem var yngra barnið, eða minna barnið allavega, þar sem hún var að farin að fljóta með útsoginu lengra út. Ég á í miklu basli með að standa í þessu ölduróti án þess að fara út sjálfur en með einhverju ótrúlegu móti næ ég að grípa aftan í úlpuna á henni, á miðju bakinu. Hífi hana upp úr til að ná höfðinu upp úr vatninu. Næ því, og næ að snúa mér við og er að reyna að berjast við að halda jafnvægi þannig að ég verði ekki láréttur og fljóti út.“ Leiðsögumaðurinn sneri sér því næst við og sá þá föður barnanna þar sem hann var kominn niður í flæðarmálið og reyndi að ná til sonar síns, sem enn var í sjónum. „Hann [faðirinn] nánast nær því en samt ekki, hann var ekki að fara neitt voðalega langt út í. Hann er að basla við að ná taki á barninu þegar ég er að koma upp úr með hitt, þannig að ég geng á milli og gríp á sama hátt í hitt barnið, í bakið á úlpunni, og drösla þeim upp í fjöruna þar sem við erum komin í vari frá öldunni.“ Heyrði önnur óp skammt frá Leiðsögumaðurinn lýsti því að börnin hafi verið rennandi blaut, enda farið alveg á kaf í sjóinn nokkrum sinnum. Þau hóstuðu upp vatni og voru algjörlega stjörf. Þá hafi engin tími gefist til að ræða við foreldrana vegna þess að annar ferðamannahópur lenti einnig í vanda skammt frá. „Foreldrarnir fóru strax að huga að börnunum. Í rauninni voru ekki nein munnleg samskipti okkar á milli. Ég eflaust kallaði eitthvað í hita leiksins, ég hreinlega man það ekki. En þegar við erum komin þarna upp úr og ég tékka á börnunum og foreldrarnir fara að sinna þeim, ég er að ná andanum, og átta mig á því hvað var að gerast þegar ég heyri önnur óp fyrir aftan mig,“ sagði leiðsögumaðurinn. Ferðamenn leggja margir leið sína í Reynisfjörðu er þeir heimsækja Ísland.Vísir/getty Þar var á ferðinni fimm manna hópur úti á ysta odda stuðlabergsins í Reynisfjöru. Alda hafði skollið á stuðlaberginu og á hópinn, sem náði þó að ríghalda sér í bergið og skolaðist því ekki út á haf. „Þannig að ég fæ engan tíma til að jafna mig á hinu, ég er strax komin í að reka þetta fólk niður. Þetta var fimm manna hópur af fullorðnu fólki, eða upp úr tuttugu [ára] eða svoleiðis. Það tekur mig bara eina mínútu að ná þeim þarna niður og þegar ég er búin að snúa mér við, og konurnar sem voru með mér í ferð koma til mín í mikilli geðshræringu, þá er fjölskyldan horfin.“ Í fjórða skiptið sem hann fer í sjóinn Leiðsögumaðurinn leitaði því næst að fjölskyldunni þar sem hann taldi víst að hún væri í áfalli og þyrfti mögulega eftirfylgni. Leitin bar þó ekki árangur en leiðsögumaðurinn hringdi í lögreglu á Suðurlandi og gaf henni atvikaskýrslu. Þá var það mat leiðsögumannsins að ferðamenn áttuðu sig almennt ekki á hættunum sem leyndust í Reynisfjöru. Hann taldi það jafnframt deginum ljósara að það þyrfti að koma á gæslu í fjörunni – hann hefði ítrekað þurft að koma ferðamönnum til hjálpar sem lent hefðu í ógöngum. „Þetta er, og allt í lagi að það fylgi sögunni, í fjórða skipti sem ég fer í sjóinn þarna en aldrei jafndjúpt og aldrei jafnalvarlegt og þetta atvik. Í hinum atvikunum var þetta meira þannig að maður var að bleyta sig aðeins, kannski hálfa leið upp að hnjám, kippt í einhverjum sem átti í erfiðleikum með að standa þegar aldan skall á.“ Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar 2018 þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Í nóvember ákváðu fjögur ráðuneyti að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. 8. febrúar 2020 22:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. 8. febrúar 2020 22:06