Ætlar að fara í öll útibú á höfuðborgarsvæðinu til að fá myntinni skipt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 19:00 Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira