Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Mesta eld­hættan þegar ekið er með hjól­hýsi

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki bruna af stað án brunavarna

Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir.

Skoðun
Fréttamynd

Færa ís­lenska laga­lista í bíla­leigu­bíla

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum

Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar

Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur

Langar raðir mynduðust við inn­ritunar­borð Leifs­stöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgun­flugi frá vellinum. Svo langar inn­ritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heims­far­aldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfs­inn­ritunar­vélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir ör­fáum árum.

Innlent
Fréttamynd

Auðjöfrar fjölmenna í geimnum

Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vara við því að óbólu­sett börn ferðist til út­landa

Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það.

Innlent
Fréttamynd

„Fjólu­bláa hjartað er svo sannar­lega orðið rautt“

Hildur Hilmarsdóttir er þrjátíu ára gömul flugfreyja sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur meðal annars starfað hjá lúxusflugfélaginu Emirates. Hildur starfaði þó lengst af hjá WOW air og lýsir falli þess eins og að missa ástvin. Eftir nokkurra ára pásu heldur Hildur af stað upp á háloftin á ný - nú með flugfélaginu Play.

Lífið
Fréttamynd

Björgunar­sveitir taka öku­menn tali

Björgunarsveitarmenn hafa í dag fylkt liði og standa vakt við fimmtíu staði víðsvegar á landinu til að taka ökumenn og aðstoðarökumenn tali. Fram undan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins og veðurspáin flestum hvatning til að leggja land undir fót.

Innlent