Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2022 20:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. Fréttir af biðröðum og seinkunum á flugvöllum víða um heim hafa verið daglegt brauð síðustu daga. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeim áhrifum sem blanda aukinna ferðalaga milli landa og mannekla á flugvöllum víðsvegar hefur haft. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir kvörtunum vegna seinkana hafa fjölgað. Slíkar kvartanir séu árstíðabundndar, og tíðari snemmsumars. „En núna er það mun meira heldur en hefur verið í þónokkur ár að undanförnu,“ segir Breki. Breki segir að Neytendasamtökin reyni eftir bestu getu að upplýsa farþegar um rétt sinn til skaðabóta og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna seinkana og niðurfellinga flugferða. Það sé þó í verkahring flugfélaganna, sem standi sig ekki nógu vel. „Það er að segja, þau eru skyldug til að veita allar upplýsingar um réttindi flugfarþega þegar kemur að seinkunum eða niðurfellingu. Sum flugfélög hafa því miður vanrækt þessar skyldur. Við höfum aðstoðað fólk við að leita réttar síns í þessu. Breki bendir sérstaklega á að réttindi farþega til endurgreiðslu eigi einnig við þegar innanlandsflugi er aflýst eða frestað, og segir færri meðvitaða um það en þegar millilandaflug er undir. Hver ber ábyrgð? Breki segir samtökin líta alvarlegum augum að flugfélög vanræki skyldur sínar gagnvart farþegum. „Samgöngustofa, sem hefur yfirumsjón með þessu, hlýtur að horfa á þetta alvarlegum augum líka og grípa þarna inn í.“ Þá sé það nýtt álitamál hver beri ábyrgð á því þegar farþegar missa af flugi sínu vegna mikilla tafa á flugvöllum, sem stafi af manneklu. Á borði samtakanna séu slík mál, þar sem farþegar hafi misst af ferðum sínum þrátt fyrir að hafa mætt á flugvöllinn allt að fimm tímum fyrir áætlaða brottför, vegna langra biðraða í öryggisleit og innritun. „Þarna er spurning um hver ber ábyrgð á því ef farþegi augljóslega kemur á réttum tíma og með góðum fyrirvara á flugvöllinn, en missir samt sem áður af fluginu,“ segir Breki. Hann segir þó líklegt að flugfélög séu þau sem beri ábyrgð gagnvart farþegum sínum, en ekki rekstraraðilar flugvallanna. Fréttir af flugi Neytendur Ferðalög Samgöngur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fréttir af biðröðum og seinkunum á flugvöllum víða um heim hafa verið daglegt brauð síðustu daga. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeim áhrifum sem blanda aukinna ferðalaga milli landa og mannekla á flugvöllum víðsvegar hefur haft. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir kvörtunum vegna seinkana hafa fjölgað. Slíkar kvartanir séu árstíðabundndar, og tíðari snemmsumars. „En núna er það mun meira heldur en hefur verið í þónokkur ár að undanförnu,“ segir Breki. Breki segir að Neytendasamtökin reyni eftir bestu getu að upplýsa farþegar um rétt sinn til skaðabóta og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna seinkana og niðurfellinga flugferða. Það sé þó í verkahring flugfélaganna, sem standi sig ekki nógu vel. „Það er að segja, þau eru skyldug til að veita allar upplýsingar um réttindi flugfarþega þegar kemur að seinkunum eða niðurfellingu. Sum flugfélög hafa því miður vanrækt þessar skyldur. Við höfum aðstoðað fólk við að leita réttar síns í þessu. Breki bendir sérstaklega á að réttindi farþega til endurgreiðslu eigi einnig við þegar innanlandsflugi er aflýst eða frestað, og segir færri meðvitaða um það en þegar millilandaflug er undir. Hver ber ábyrgð? Breki segir samtökin líta alvarlegum augum að flugfélög vanræki skyldur sínar gagnvart farþegum. „Samgöngustofa, sem hefur yfirumsjón með þessu, hlýtur að horfa á þetta alvarlegum augum líka og grípa þarna inn í.“ Þá sé það nýtt álitamál hver beri ábyrgð á því þegar farþegar missa af flugi sínu vegna mikilla tafa á flugvöllum, sem stafi af manneklu. Á borði samtakanna séu slík mál, þar sem farþegar hafi misst af ferðum sínum þrátt fyrir að hafa mætt á flugvöllinn allt að fimm tímum fyrir áætlaða brottför, vegna langra biðraða í öryggisleit og innritun. „Þarna er spurning um hver ber ábyrgð á því ef farþegi augljóslega kemur á réttum tíma og með góðum fyrirvara á flugvöllinn, en missir samt sem áður af fluginu,“ segir Breki. Hann segir þó líklegt að flugfélög séu þau sem beri ábyrgð gagnvart farþegum sínum, en ekki rekstraraðilar flugvallanna.
Fréttir af flugi Neytendur Ferðalög Samgöngur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira