Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 19:34 Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, skilaði Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður aftur til Danadrottningar. Samsett Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022 Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022
Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira