Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2022 16:34 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10