Höggvið á hnút? Umræðan um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins er einkennileg og ber þess merki að flestir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til ESB. Ólík afstaða til aðildarviðræðnanna veldur augljóslega vaxandi núningi innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um aðildarumsóknina í stjórnarsáttmálanum. Fastir pennar 12. mars 2012 06:00
Hver við sinn keip … Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn. Fastir pennar 12. mars 2012 06:00
Stóra bensínsamsærið Bíllinn minn er á verkstæði og ég hef því neyðst til að reiða mig á velviljaða samstarfsfélaga til að koma mér í og úr vinnu. Í einni af þessum ferðum trúði vinnufélagi minn mér fyrir því að hann brysti í grát í hvert skipti sem hann tæki bensín. Titrandi röddin og tárvot augun gáfu til kynna að honum var alvara, en mér tókst því miður ekki að hughreysta hann vegna þess að ég veit að bensínverð lækkar aldrei. Bakþankar 10. mars 2012 13:00
Slæmar fréttir eða góðar? Leita þarf aftur til upphafsára Stígamóta til að finna sambærilegar tölur og í fyrra um komur til samtakanna. Ný mál á árinu voru 313 en fleiri hafa ekki leitað til til Stígamóta síðan 1994. Fastir pennar 10. mars 2012 11:00
Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Það væri skaði ef örlög stjórnarskrármálsins yrðu endaslepp. Af hinu myndi þó hljótast enn meira tjón ef hugmyndir að breytingum fengju ekki fullnægjandi fræðilega skoðun og umræðu. Fastir pennar 10. mars 2012 11:00
Of feit fyrir þig? Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning. Bakþankar 9. mars 2012 09:00
Landið þar sem aldrei skortir kjöt Norðmenn reka sem kunnugt er næstvitlausustu landbúnaðarpólitík í heimi, með háum ríkisstyrkjum, samkeppnishömlum og ofurtollum. Norsk stjórnvöld komast þó ekki með tærnar þar sem þau íslenzku hafa hælana þegar kemur að því að takmarka innflutning búvara og hindra erlenda samkeppni við framleiðendur. Fastir pennar 9. mars 2012 06:00
Sætustu stelpuna á Bessastaðaballið Efnt hefur verið til nokkurs konar raunveruleikaþáttar þar sem ræddir eru kostir og lestir hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Enginn af kandídötunum hefur reyndar skráð sig til leiks í þættinum, en þeir eru engu að síður vegnir og metnir, gefnar einkunnir og stimplaðir hæfir eða óhæfir. Helsta niðurstaða dómara þáttarins hingað til er að það sé kominn tími á að fá konu í forsetaembættið. Bakþankar 8. mars 2012 11:00
Vannýttur mannauður Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og lífeyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent. Fastir pennar 8. mars 2012 06:00
Sýrland og heimurinn Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin? Fastir pennar 8. mars 2012 06:00
Nýtt og endurnýtt Það er í tísku að endurnýta og endurvinna. Gera upp hús á sniðugan og hagkvæman hátt, jafnvel lífrænan. Það er í tísku að leggja bílnum og ganga eða hjóla. Sumir ganga svo langt að selja bílinn og tala um frelsun frá oki bensínreikningsins. Þetta sé ekkert mál, maður þurfi bara að skipuleggja sig, leggja tímanlega af stað. Þeir sem frelsast hvað harðast breiða út boðskapinn og verður mikið í mun að frelsa fleiri. Bíllaus dagur, tökum strætó, hjólum í vinnuna og brennum kaloríum í leiðinni. Bakþankar 7. mars 2012 07:00
Skilningsríka fólkið Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmaðurinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmdastjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðumörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart. Fastir pennar 7. mars 2012 06:00
Ekkert hefur breyst Þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma hafði ég ekki klárað helminginn af þeim einingum sem mér bar að skila til stúdentsprófs á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hafði ég þó "stundað námið“ í fjögur ár í það heila. Eftir nokkur ár á togara settist ég svo aftur veturlangt á skólabekk á Selfossi og kláraði það sem ég átti eftir, enda hafði ég þá nýlega fengið þá flugu í höfuðið að Háskóli Íslands væri eitthvað fyrir mig. Ég hafði því skýrt markmið og ég lagði mig fram. Þann vetur komst ég að því að það kemur sér vel í prófum að mæta í tíma og frumlesa ekki námsefnið nóttina áður. Þýska er gott dæmi, í þessu samhengi. Stærðfræði er annað. Bakþankar 6. mars 2012 06:00
Um fordæmisgildi hæstaréttardóma Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum. Fastir pennar 6. mars 2012 06:00
Óvissuþátturinn Ólafur Ragnar Forseta Íslands má gagnrýna fyrir margt, en ekki er hægt að segja að hann geti ekki verið skemmtilegur. Það er að minnsta kosti alveg drepfyndið að Ólafur Ragnar Grímsson segist tilneyddur að sitja í nokkur ár enn vegna óvissu um stjórnskipunina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það blasir nefnilega við hverjum sem er að Ólafur Ragnar er sjálfur óvissuþáttur í stjórnskipuninni og samskiptum Íslands við umheiminn. Enginn veit hverju hann kann að taka upp á - og það hefur ekki breytzt eftir síðustu yfirlýsingar. Fastir pennar 6. mars 2012 06:00
"Auðlegðin er ekki smá…“ Löngunin til að breyta líkama sínum er að minnsta kosti jafn gömul mannkyninu: að toga og teygja varirnar, lengja eyrnasneplana, lita kringum augun, farða kinnar, mála varir, krulla slétt hár en slétta liðað, lýsa dökkt og dekkja ljóst: þetta er fallegur mennskur eiginleiki og einkennilegur. Hann snýst ekki beinlínis um fegrun. Hann snýst ekki um að laga það sem aflaga hefur farið; þetta er ekki lýta-aðgerð. Frekar hitt: manneskjan vill skapa sig, ná sér. Fastir pennar 5. mars 2012 07:00
Pitsan – samsímasaga - Pizza Pöpull, góðan dag! Hvernig get ég aðstoðað? - Við Dóra höfum ákveðið að íhuga að panta hjá ykkur pitsu. Á síðustu 16 árum hef ég fjórum sinnum pantað mér pitsu með skinku og ananas. Það hefur veitt mér mikla gleði. Bakþankar 5. mars 2012 07:00
Blásið í bólu Af íslenskri umræðu má á stundum ráða að Ísland sé eina landið sem hafi blásið upp fasteignabólu á góðærisárunum fyrir efnahagshrunið. Það er vitanlega ekki svo. Aukið aðgengi almennings að ódýrum lánum gerði það að verkum að þessi þróun átti sér stað úti um allan heim. Fastir pennar 5. mars 2012 07:00
Gleymd orð um gengisfellingar Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, sagði í Fréttablaðinu í gær að ummæli Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, um íslenzku krónuna hefðu staðið í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. „Forsenda erlendrar fjárfestingar og tiltrúar á íslenska krónu er að menn telji að stjórnvöld muni forðast gengisfellingar í lengstu lög. Ef menn skilgreina kosti íslenskrar krónu einvörðungu þá að hægt sé að fella hana, felast í því skilaboð til útlendinga um að hún sé mjög óviss eign og best sé að eiga ekkert undir henni," sagði Árni Páll. Fastir pennar 3. mars 2012 06:00
Hneykslanleg hneykslunarárátta Fátt fer meira í taugarnar á mér en hneykslunarárátta. Þess vegna hneykslast ég mjög gjarnan á því hvað mér finnst fólk hneykslunargjarnt. Þess á milli hneykslast ég á því að fólk skuli ekki hneykslast á því sem mér finnst sannarlega hneykslunarvert. Eftir að ég tók að temja mér þann leiða ósið að dvelja langdvölum á Facebook hefur þessi innri Bakþankar 3. mars 2012 06:00
Sparnaðarhyggja í stað eyðsluhyggju Að baki stjórnmálahugmyndum liggur mismunandi gildismat. Þá er einnig allur gangur á því hvort menn horfa á viðfangsefni stjórnmálanna af þúfu skammtímahagsmuna eða sjónarhæð langtímahagsmuna. Fastir pennar 3. mars 2012 06:00
Komið nóg, Ólafur Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöðum í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sérlega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskiptaleysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir "opnir dagar“ á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki. Fastir pennar 2. mars 2012 06:00
Árið 1996 Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Bakþankar 2. mars 2012 06:00
Nýja eða gamla Ísland? Mörg stór orð hafa fallið um deilur Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og stjórnar stofnunarinnar undanfarnar vikur. Óhætt er að segja að stjórnin hafi staðið höllum fæti í umræðunni, enda verið tregari til að tjá sig en forstjórinn. Fastir pennar 2. mars 2012 04:00
Asnarnir á Alþingi Það vefst ekki fyrir okkur almenningnum að úthúða alþingismönnum. Þeir eru asnar og fífl sem ganga erinda einhverra annarra en okkar, taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni og hugsa allra helst um eigin rass. Þetta á við um þingmenn allra flokka. Allt eru þetta sömu sveppirnir sem gleymdu hástemmdu loforðunum í sigurvímunni á kosninganótt og settust á þing óbundnir af öllu og öllum og þiggja launin sín og svo eftirlaunin þegar þar að kemur hlæjandi að okkur sem kusum þá í þeirri trú að þeir ætluðu að láta gott af sér leiða. Við vorum tekin. Bakþankar 1. mars 2012 06:00
Debet og kredit Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra á þingi fyrir stuttu um kostnað við Evrópusambandsaðild, þar á meðal við þátttöku í ýmsum sjóðum ESB og Seðlabanka Evrópu. Fastir pennar 1. mars 2012 06:00
Mansalsfórnarlömb frá Austur-Asíu í yfir 20 löndum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Indland og Kína muni standa undir um helmingi af öllum hagvexti í heiminum á árinu 2012. Þessi fjölmennustu ríki heims hafa umbreyst á liðnum fimmtán árum í efnahagsstórveldi með stöðugum árlegum hagvexti upp á 7 til 10 prósent. Fastir pennar 29. febrúar 2012 23:58
Rödd þjóðarinnar Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finnast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. Bakþankar 29. febrúar 2012 10:00
Eitt af stóru verkefnum mannkyns Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, birti í gær skýrslu sína um hag barna í heiminum. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að fátækum börnum í borgum en meira en milljarður barna á nú heima í stórborgum og þeim fer fjölgandi sem búa í fátækrahverfum borga. Talið er að innan fárra ára muni meirihluti barna í heiminum alast upp í þéttbýli. Fastir pennar 29. febrúar 2012 06:00
Sleppt og haldið Maður einn er á leið á áfangastað og má engan tíma missa. Eftir stutta för kemur hann að gatnamótum þar sem hann þarf að velja á milli tveggja vega. Annar liggur í vestur og hinn í austur en báðir hlykkjast þeir með tíð og tíma til norðurs í átt að áfangastaðnum. Maðurinn er ekki kunnugur vegunum, lætur kylfu ráða kasti og fer í vestur. Nokkrum tímum síðar er hann kominn á áfangastað en hann er seinn og verður því pirraður. Nú gæti maðurinn eftir þetta langa ferðalag bölsótast út í vegvalið. Þær skammir eiga þó aðeins rétt á sér ef hinn vegurinn var styttri. Hafi hann verið lengri getur maðurinn skammast út í það eitt að hafa ekki lagt fyrr af stað. Bakþankar 28. febrúar 2012 11:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun