Komið nóg, Ólafur Pawel Bartoszek skrifar 2. mars 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöðum í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sérlega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskiptaleysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir „opnir dagar" á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki. Blöff!Í ljósi þeirra hefða sem myndast hafa í kringum forsetaembættið er það ekki til eftirbreytni að sá sem gegni embættinu ýi að því að hann ætli að láta leikinn eiga sig en mæti svo á völlinn með fullskipað lið og áhorfendur með. Kannski hafa aðrir verið að íhuga framboð. Eiga þeir að bíða í von og óvon eftir því hvað Ólafur gerir? Það hefur nefnilega þótt dónaskapur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta Íslands. Alvöruumræða um eftirmann hefst sjaldnast fyrr en fyrir liggur endanlega að sitjandi forseti sé að hætta. Af því leiðir að óskýr og síbreytileg svör sitjandi forseta eru ferlinu öllu fremur til skaða heldur en gagns. Fyrirframskýrt eftir áTalaði Ólafur skýrt í nýársávarpi sínu? Nú vill hann meina að það hafi hann gert og sagst ekki ætla að bjóða sig fram að nýju. Sjálfur játa ég að það hafi verið minn fyrsti skilningur á ávarpinu einnig þótt aðrir hafi fljótt talið að ávarpið hafi í raun verið að gefa tóninn fyrir þá atburðarás sem nú er í gangi: Að forsetinn hafi verið að skapa eftirspurn eftir sjálfum sér. Með því að þykjast minnka líkur á framboði. Ólafur forðaðist að skýra ákvörðun sína nánar við fjölmiðla, þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað og þrátt fyrir að margir létu í ljós þá skoðun að um plott væri að ræða. Þá lét hann sér fátt um finnast þótt hópur stuðningsmanna hans opnaði vefsíðu og safnaði undirskriftum undir áskorun þess efnis að hann sæti á forsetastóli fjögur ár til viðbótar. Væntanlega hefði Ólafur getað sagt: „Kæru vinir, takk fyrir hugulsemina en ég hef tekið mína ákvörðun." Hann hefði líka getað sagt: „Ég mun ekki fara fram þótt á mig verði skorað." Það hefði sannarlega verið skýrt. Að sýna stórskotaliðið, á BessastöðumStjórnarskráin gerir ráð fyrir ákveðnu ferli við undirskriftasöfnun til stuðnings forsetaframbjóðendum. Þær undirskriftasafnanir fara fram á ábyrgð frambjóðenda. Þær eru yfirfarnar af Landskjörstjórn. Þar er kveðið á um lágmark meðmælenda en einnig hámark, einmitt til að úrslitin ráðist í leynilegum kosningum í kjörklefanum, í stað þess að frambjóðendur reyni að útkljá viðureignina með því að sýna styrk sinn utan hans. Auðvitað er mönnum frjálst að safna undirskriftum undir hvaðeina, en við skulum ekki vera barnaleg. Ef sitjandi forseti fer fram á grundvelli þessara undirskrifta þá er hann að sýna styrk sinn gagnvart hugsanlegum mótherjum. Eitt annað sem einhverjum kann að virðast smámál en er það ekki. Ætti hugsanlegur frambjóðandi Ólafur Ragnar Grímsson ekki að nota Bessastaði undir blaðamannafundi sem eru hluti af væntanlegri kosningabaráttu hans? Þetta er ekki eins og áskoranir um að synja einhverjum lögum staðfestingar. Þessari áskorun var beint til einstaklingsins Ólafs Ragnars, en ekki til forsetaembættisins. Vigdísi aftur?Það er lítill vafi í mínum huga að Vigdís Finnbogadóttir hefði hæglega geta látið safna tugþúsundum undirskrifta sér til stuðnings árið 1996, hefði hún gefið það til kynna að hún kærði sig um þær. Eins efa ég það ekki að talsverð eftirspurn hafi verið eftir störfum hennar og nærveru, bæði innan lands sem utan. Líklegast hefur svipað gilt um aðra forseta lýðveldisins. Það er auðvitað lýðræðislegur réttur Ólafs Ragnars að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. En sú atburðarás sem þessi „klóki PR maður" virðist hafa smíðað til að láta sem þjóðin hafi nú fleygt honum í hringinn nauðugum mun seint höfða til mín. Og ég held að hún sé íslenskum lýðræðishefðum ekki til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöðum í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sérlega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskiptaleysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir „opnir dagar" á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki. Blöff!Í ljósi þeirra hefða sem myndast hafa í kringum forsetaembættið er það ekki til eftirbreytni að sá sem gegni embættinu ýi að því að hann ætli að láta leikinn eiga sig en mæti svo á völlinn með fullskipað lið og áhorfendur með. Kannski hafa aðrir verið að íhuga framboð. Eiga þeir að bíða í von og óvon eftir því hvað Ólafur gerir? Það hefur nefnilega þótt dónaskapur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta Íslands. Alvöruumræða um eftirmann hefst sjaldnast fyrr en fyrir liggur endanlega að sitjandi forseti sé að hætta. Af því leiðir að óskýr og síbreytileg svör sitjandi forseta eru ferlinu öllu fremur til skaða heldur en gagns. Fyrirframskýrt eftir áTalaði Ólafur skýrt í nýársávarpi sínu? Nú vill hann meina að það hafi hann gert og sagst ekki ætla að bjóða sig fram að nýju. Sjálfur játa ég að það hafi verið minn fyrsti skilningur á ávarpinu einnig þótt aðrir hafi fljótt talið að ávarpið hafi í raun verið að gefa tóninn fyrir þá atburðarás sem nú er í gangi: Að forsetinn hafi verið að skapa eftirspurn eftir sjálfum sér. Með því að þykjast minnka líkur á framboði. Ólafur forðaðist að skýra ákvörðun sína nánar við fjölmiðla, þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað og þrátt fyrir að margir létu í ljós þá skoðun að um plott væri að ræða. Þá lét hann sér fátt um finnast þótt hópur stuðningsmanna hans opnaði vefsíðu og safnaði undirskriftum undir áskorun þess efnis að hann sæti á forsetastóli fjögur ár til viðbótar. Væntanlega hefði Ólafur getað sagt: „Kæru vinir, takk fyrir hugulsemina en ég hef tekið mína ákvörðun." Hann hefði líka getað sagt: „Ég mun ekki fara fram þótt á mig verði skorað." Það hefði sannarlega verið skýrt. Að sýna stórskotaliðið, á BessastöðumStjórnarskráin gerir ráð fyrir ákveðnu ferli við undirskriftasöfnun til stuðnings forsetaframbjóðendum. Þær undirskriftasafnanir fara fram á ábyrgð frambjóðenda. Þær eru yfirfarnar af Landskjörstjórn. Þar er kveðið á um lágmark meðmælenda en einnig hámark, einmitt til að úrslitin ráðist í leynilegum kosningum í kjörklefanum, í stað þess að frambjóðendur reyni að útkljá viðureignina með því að sýna styrk sinn utan hans. Auðvitað er mönnum frjálst að safna undirskriftum undir hvaðeina, en við skulum ekki vera barnaleg. Ef sitjandi forseti fer fram á grundvelli þessara undirskrifta þá er hann að sýna styrk sinn gagnvart hugsanlegum mótherjum. Eitt annað sem einhverjum kann að virðast smámál en er það ekki. Ætti hugsanlegur frambjóðandi Ólafur Ragnar Grímsson ekki að nota Bessastaði undir blaðamannafundi sem eru hluti af væntanlegri kosningabaráttu hans? Þetta er ekki eins og áskoranir um að synja einhverjum lögum staðfestingar. Þessari áskorun var beint til einstaklingsins Ólafs Ragnars, en ekki til forsetaembættisins. Vigdísi aftur?Það er lítill vafi í mínum huga að Vigdís Finnbogadóttir hefði hæglega geta látið safna tugþúsundum undirskrifta sér til stuðnings árið 1996, hefði hún gefið það til kynna að hún kærði sig um þær. Eins efa ég það ekki að talsverð eftirspurn hafi verið eftir störfum hennar og nærveru, bæði innan lands sem utan. Líklegast hefur svipað gilt um aðra forseta lýðveldisins. Það er auðvitað lýðræðislegur réttur Ólafs Ragnars að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. En sú atburðarás sem þessi „klóki PR maður" virðist hafa smíðað til að láta sem þjóðin hafi nú fleygt honum í hringinn nauðugum mun seint höfða til mín. Og ég held að hún sé íslenskum lýðræðishefðum ekki til framdráttar.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun