Höggvið á hnút? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. mars 2012 06:00 Umræðan um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins er einkennileg og ber þess merki að flestir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til ESB. Ólík afstaða til aðildarviðræðnanna veldur augljóslega vaxandi núningi innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um aðildarumsóknina í stjórnarsáttmálanum. Í sameiginlegri grein Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar hér í blaðinu á dögunum voru viðræðurnar allt í einu ekki aðildarviðræður lengur, heldur var „verið að kanna til fullnustu kosti og galla [ESB-]aðildar." Þetta er auðvitað bull sem hefur farið inn í greinina til að spara Steingrími leiðindi innan VG. Ríki sem fer í aðildarviðræður við ESB gerir það ekki til að kanna kosti og galla aðildar heldur með það að markmiði að verða aðildarríki. Þegar stjórnvöld hafa náð þeim bezta samningi, sem þau telja sig geta fengið, leggja þau hann í dóm kjósenda. Þeir meta kosti hans og galla og greiða atkvæði um hann samkvæmt því. Sérkennilegt útspil kom frá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra á dögunum. Hann sem var alltaf svo ánægður með Jón Bjarnason, sem tafði fyrir aðildarviðræðunum með öllum tiltækum ráðum, telur nú afar mikilvægt að flýta þeim og klára fyrir næstu þingkosningar. Það er arfavitlaus stefna að lýsa yfir að Íslandi liggi á að klára aðildarsamning og veikir samningsstöðuna. En Ögmundi, eins og mörgum öðrum í VG, finnst líklega bezt að fá málið frá sem fyrst og hefur litlar áhyggjur af því þótt samningurinn verði lélegur. Afstaðan til ESB klýfur líka stjórnarandstöðuflokkana. Í formanni Sjálfstæðisflokksins sjálfum kemur sá klofningur skýrt í ljós; hann talar nú fyrir því að hætta aðildarviðræðunum og halda krónunni. Fyrir síðustu kosningar taldi hann að erfitt yrði að búa við krónuna til langframa og að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og þjóðin að greiða atkvæði um aðildarsamning. „[S]amningur við ESB er hinn endanlegi úrskurður um þær reglur og undanþágur sem gilda eiga við inngöngu Íslands í ESB," var skoðun Bjarna Benediktssonar í desember 2008. Allur þessi vandræðagangur vinnur augljóslega gegn því að Ísland nái sem beztum samningi við ESB, þar sem sérstöðu og hagsmuna þjóðarinnar er gætt til hin ýtrasta. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, orðaði það í grein hér í blaðinu í síðustu viku, hefur samninganefnd Íslands ekki það pólitíska bakland sem þarf til að fylgja umsóknarferlinu eftir. Ríkisstjórnin er tvístruð og stjórnarandstaðan sömuleiðis. Þorgerður bendir á það augljósa, að aðildarviðræðurnar geta orðið meiriháttar ásteytingarsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar, nánast burtséð frá því hvers konar stjórn verður reynt að mynda. Og getur stjórnarmyndun þó orðið nógu flókin ef flokkum fjölgar til muna á þingi eins og ýmislegt bendir til. Skynsamlegasta leiðin í málinu getur því orðið sú sem Þorgerður bendir á; að þjóðin höggvi sjálf á hnútinn og greiði um það atkvæði samhliða þingkosningum hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram eður ei. Þá er umboð samningamannanna skýrt og hið pólitíska bakland vonandi heillegra en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Umræðan um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins er einkennileg og ber þess merki að flestir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til ESB. Ólík afstaða til aðildarviðræðnanna veldur augljóslega vaxandi núningi innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um aðildarumsóknina í stjórnarsáttmálanum. Í sameiginlegri grein Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar hér í blaðinu á dögunum voru viðræðurnar allt í einu ekki aðildarviðræður lengur, heldur var „verið að kanna til fullnustu kosti og galla [ESB-]aðildar." Þetta er auðvitað bull sem hefur farið inn í greinina til að spara Steingrími leiðindi innan VG. Ríki sem fer í aðildarviðræður við ESB gerir það ekki til að kanna kosti og galla aðildar heldur með það að markmiði að verða aðildarríki. Þegar stjórnvöld hafa náð þeim bezta samningi, sem þau telja sig geta fengið, leggja þau hann í dóm kjósenda. Þeir meta kosti hans og galla og greiða atkvæði um hann samkvæmt því. Sérkennilegt útspil kom frá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra á dögunum. Hann sem var alltaf svo ánægður með Jón Bjarnason, sem tafði fyrir aðildarviðræðunum með öllum tiltækum ráðum, telur nú afar mikilvægt að flýta þeim og klára fyrir næstu þingkosningar. Það er arfavitlaus stefna að lýsa yfir að Íslandi liggi á að klára aðildarsamning og veikir samningsstöðuna. En Ögmundi, eins og mörgum öðrum í VG, finnst líklega bezt að fá málið frá sem fyrst og hefur litlar áhyggjur af því þótt samningurinn verði lélegur. Afstaðan til ESB klýfur líka stjórnarandstöðuflokkana. Í formanni Sjálfstæðisflokksins sjálfum kemur sá klofningur skýrt í ljós; hann talar nú fyrir því að hætta aðildarviðræðunum og halda krónunni. Fyrir síðustu kosningar taldi hann að erfitt yrði að búa við krónuna til langframa og að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og þjóðin að greiða atkvæði um aðildarsamning. „[S]amningur við ESB er hinn endanlegi úrskurður um þær reglur og undanþágur sem gilda eiga við inngöngu Íslands í ESB," var skoðun Bjarna Benediktssonar í desember 2008. Allur þessi vandræðagangur vinnur augljóslega gegn því að Ísland nái sem beztum samningi við ESB, þar sem sérstöðu og hagsmuna þjóðarinnar er gætt til hin ýtrasta. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, orðaði það í grein hér í blaðinu í síðustu viku, hefur samninganefnd Íslands ekki það pólitíska bakland sem þarf til að fylgja umsóknarferlinu eftir. Ríkisstjórnin er tvístruð og stjórnarandstaðan sömuleiðis. Þorgerður bendir á það augljósa, að aðildarviðræðurnar geta orðið meiriháttar ásteytingarsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar, nánast burtséð frá því hvers konar stjórn verður reynt að mynda. Og getur stjórnarmyndun þó orðið nógu flókin ef flokkum fjölgar til muna á þingi eins og ýmislegt bendir til. Skynsamlegasta leiðin í málinu getur því orðið sú sem Þorgerður bendir á; að þjóðin höggvi sjálf á hnútinn og greiði um það atkvæði samhliða þingkosningum hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram eður ei. Þá er umboð samningamannanna skýrt og hið pólitíska bakland vonandi heillegra en ella.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun