Vannýttur mannauður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. mars 2012 06:00 Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og lífeyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent. Þessi lög voru sett eftir margra ára umræður um hvernig mætti auka hlut kvenna í stjórn fyrirtækja. Þrátt fyrir árvissar heitstrengingar fyrirtækja og samtaka þeirra gerðist nokkurn veginn ekki neitt í þeim málum. Lagasetningin var þess vegna fyrirséð og þeir stjórnendur fyrirtækja, sem nú kvarta undan því að Alþingi taki fram fyrir hendurnar á þeim við stjórnun fyrirtækjanna, vissu nákvæmlega hvers vænta mátti. Eins og rakið var í Markaðnum í gær breyttust kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja í Noregi á skömmum tíma eftir að sambærileg lög voru sett þar í landi. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga fór úr 9 prósentum í 36 prósent á þremur árum. Ekki hefur orðið vart við að mikið af norskum stórfyrirtækjum hafi farið á hausinn eða að þau séu til muna verr rekin en áður. Fáir halda því lengur fram í alvöru að ekki sé hægt að finna hæfar konur til að sitja í stjórnum fyrirtækja. Nóg er til af konum með prýðilega menntun og haldgóða reynslu af stjórnun og fyrirtækjarekstri. Algengari mótbára núorðið er að það sé erfitt fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja að eiga að taka inn í stjórn fólk sem þeir ekki þekki og treysti. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn; hæfni kvenna til að stjórna fyrirtækjum er ekki vandamálið heldur sú staðreynd að þær hafa síður aðgang að margfrægu tengslaneti eigenda og stjórnenda fyrirtækja en karlarnir. Í skyldunni til að jafna hlut kynjanna í stjórn felst hins vegar tækifæri til að uppfylla um leið önnur skilyrði og ekki síður mikilvæg. Samkvæmt leiðbeiningum Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og Kauphallarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja á meirihluti stjórnarmanna að vera óháður fyrirtækinu og stjórnendum þess og að minnsta kosti tveir stjórnarmenn jafnframt óháðir stórum hluthöfum félagsins. Þetta skilyrði reglnanna miðar einmitt að því að brjóta upp karla- og kunningsskaparklúbbana sem gjarnan hafa stýrt fyrirtækjum og gerir ráð fyrir að inn í stjórnirnar komi fólk sem er ekki endilega í klíkunni, en lætur fagleg sjónarmið ráða. Mörgum fyrirtækjum ætti að vera í lófa lagið að uppfylla skilyrði leiðbeininganna um leið og konum er fjölgað í stjórn. Þetta er vel hægt. Það sýnir fréttin sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér í gær um að með síðustu tilnefningum þeirra í stjórnir lífeyrissjóða sé hlutfall kvenna í hópi stjórnarmanna SA orðið 44% og verði helmingur á næsta ári. Framundan er hrina aðalfunda fyrirtækja. Einmitt í dag er alveg kjörið að eigendur og stjórnendur hlutafélaga einsetji sér að uppfylla lagaskylduna áður en nýju lögin taka gildi. Um leið fá þeir aðgang að þeim mikla mannauði sem felst í starfskröftum kvenna og hefur ekki verið virkjaður sem skyldi í þágu atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun
Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og lífeyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent. Þessi lög voru sett eftir margra ára umræður um hvernig mætti auka hlut kvenna í stjórn fyrirtækja. Þrátt fyrir árvissar heitstrengingar fyrirtækja og samtaka þeirra gerðist nokkurn veginn ekki neitt í þeim málum. Lagasetningin var þess vegna fyrirséð og þeir stjórnendur fyrirtækja, sem nú kvarta undan því að Alþingi taki fram fyrir hendurnar á þeim við stjórnun fyrirtækjanna, vissu nákvæmlega hvers vænta mátti. Eins og rakið var í Markaðnum í gær breyttust kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja í Noregi á skömmum tíma eftir að sambærileg lög voru sett þar í landi. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga fór úr 9 prósentum í 36 prósent á þremur árum. Ekki hefur orðið vart við að mikið af norskum stórfyrirtækjum hafi farið á hausinn eða að þau séu til muna verr rekin en áður. Fáir halda því lengur fram í alvöru að ekki sé hægt að finna hæfar konur til að sitja í stjórnum fyrirtækja. Nóg er til af konum með prýðilega menntun og haldgóða reynslu af stjórnun og fyrirtækjarekstri. Algengari mótbára núorðið er að það sé erfitt fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja að eiga að taka inn í stjórn fólk sem þeir ekki þekki og treysti. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn; hæfni kvenna til að stjórna fyrirtækjum er ekki vandamálið heldur sú staðreynd að þær hafa síður aðgang að margfrægu tengslaneti eigenda og stjórnenda fyrirtækja en karlarnir. Í skyldunni til að jafna hlut kynjanna í stjórn felst hins vegar tækifæri til að uppfylla um leið önnur skilyrði og ekki síður mikilvæg. Samkvæmt leiðbeiningum Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og Kauphallarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja á meirihluti stjórnarmanna að vera óháður fyrirtækinu og stjórnendum þess og að minnsta kosti tveir stjórnarmenn jafnframt óháðir stórum hluthöfum félagsins. Þetta skilyrði reglnanna miðar einmitt að því að brjóta upp karla- og kunningsskaparklúbbana sem gjarnan hafa stýrt fyrirtækjum og gerir ráð fyrir að inn í stjórnirnar komi fólk sem er ekki endilega í klíkunni, en lætur fagleg sjónarmið ráða. Mörgum fyrirtækjum ætti að vera í lófa lagið að uppfylla skilyrði leiðbeininganna um leið og konum er fjölgað í stjórn. Þetta er vel hægt. Það sýnir fréttin sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér í gær um að með síðustu tilnefningum þeirra í stjórnir lífeyrissjóða sé hlutfall kvenna í hópi stjórnarmanna SA orðið 44% og verði helmingur á næsta ári. Framundan er hrina aðalfunda fyrirtækja. Einmitt í dag er alveg kjörið að eigendur og stjórnendur hlutafélaga einsetji sér að uppfylla lagaskylduna áður en nýju lögin taka gildi. Um leið fá þeir aðgang að þeim mikla mannauði sem felst í starfskröftum kvenna og hefur ekki verið virkjaður sem skyldi í þágu atvinnulífsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun