Um fordæmisgildi hæstaréttardóma Róbert R. Spanó skrifar 6. mars 2012 06:00 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum. Hvað er fordæmi?Að lögum bindur dómur Hæstaréttar aðeins þá sem eru aðilar að því máli sem dæmt er. Dómur hefur því ekki svokölluð „réttaráhrif" gagnvart öðrum enda fara dómstólar ekki með löggjafarvald. Þeir hafa aðeins vald til að leysa úr fyrirliggjandi réttarágreiningi en setja ekki almennar lagareglur. Hvað sem þessu líður er almennt viðurkennt að dómar Hæstaréttar geti haft verulega þýðingu þegar reynir á samsvarandi álitaefni í öðrum málum. Hafa sumir fræðimenn talið með sannfærandi rökum að fordæmi séu í reynd lagalega bindandi en aðrir gengið skemur í þeim efnum. Bindandi gildi fordæma hefur meðal annars verið rökstutt með því að Hæstiréttur verði að gæta samræmis og jafnræðis í réttarframkvæmd eins og aðrir handhafar ríkisvalds. Fordæmisgildi hæstaréttardóma er breytilegt og háð tilteknu mati hverju sinni. Verður að horfa til ýmissa atriða þegar það er metið, eins og nú verður útskýrt. Sakarefni, kröfugerð, málsástæðurÞegar fordæmisgildi hæstaréttardóms er metið við úrlausn síðara máls verður í fyrsta lagi að greina hvert hafi verið hið svokallaða „sakarefni" í því máli sem dæmt var. Er þá átt við það málefni eða efnisatriði sem dómsmál fjallar um. Ljóst er að sakarefni getur haft verulega almenna skírskotun og kann það að auka á mögulegt fordæmisgildi dóms. Í annan stað skiptir máli að skoða hvers var krafist í málinu og hvernig það var gert, þ.e. hvernig „kröfugerð" aðila var háttað. Loks hefur þýðingu að afmarka þær „málsástæður" sem aðilar settu fram til stuðnings máli sínu. Er þá átt við staðhæfingar málsaðila um málsatvik sem hann telur að leiði til þess að krafa hans skuli tekin til greina að lögum. Þessi atriði geta haft veruleg áhrif á það hve langt fordæmi hæstaréttardóms verður talið ná. Ekki er t.d. sjálfgefið í einkamáli að dómur verði talinn hafa fordæmisgildi í öðru og síðara máli þar sem aðili máls teflir fram öðrum málsástæðum en gert var í upphaflega málinu. Ákvörðunarástæður dóms og framsetning forsendnaForsendur dóma geta haft mismikla þýðingu þegar fordæmisgildið er metið. Mestu máli skipta þær forsendur sem teljast til „ákvörðunarástæðna" dóms en það eru þau lagalegu rök sem nauðsynleg eru til að leysa úr sakarefninu. Almennar athugasemdir dómara, sem ekki eru nauðsynlegar fyrir sakarefnið, hafa aftur á móti ekki fordæmisgildi. Mörkin þarna á milli geta hins vegar verið óljós. Forsendur dóma geta veitt ákveðnar vísbendingar um hve langt fordæmisgildi þeirra nær. Ef dómari orðar niðurstöðu sína með atviksbundnum hætti, s.s. með orðalaginu „eins og hér stendur á", „að virtum atvikum málsins", o.s.frv., kann það að benda til þess að fordæmisgildi dómsins kunni að vera takmarkaðra en ella. Fjöldi dómaraEftir ákvörðun forseta Hæstaréttar taka þrír eða fimm hæstaréttardómarar hverju sinni þátt í meðferð máls fyrir dóminum. Dómstólalög gera þó ráð fyrir því að í „sérlega mikilvægum málum" geti forseti ákveðið að fleiri en fimm dómarar skipi dóm, en fjöldi þeirra skal þó standa á oddatölu. Af þessu leiðir að sé Hæstiréttur skipaður fleiri dómurum en fimm í tilteknu máli þá verður að öllu jöfnu að ganga út frá því að niðurstaðan geti haft verulegt fordæmisgildi í sambærilegum málum. Klofni Hæstiréttur í afstöðu sinni kann það að draga úr fordæmisgildi dóms og þá sérstaklega þegar þrír dómarar standa að meirihlutaáliti gegn tveimur í fimm manna dómi eða fjórir gegn þremur þegar dómurinn er skipaður sjö dómurum. Klofinn dómur hefur þó ekki sjálfkrafa þessi áhrif. Meirihlutaatkvæði kann að vera talið vel rökstutt eða að öðru leyti liggi fyrir að samhljómur sé með dómurum í meiri- og minnihluta um þau lagalegu rök sem teljast til ákvörðunarástæðna. Ágreiningur hafi aðeins beinst að því hvernig meta bæri sönnunaratriði eða atvik máls að öðru leyti. Eru forsendur dóma vel rökstuddar?Við mat á fordæmisgildi dóma verður sérstaklega horft til þess hvort þau lagalegu rök sem sett eru fram í forsendunum séu almennt talin sannfærandi í ljósi viðurkenndra viðhorfa í lögfræðinni. Það er hins vegar svo að dómafordæmi standast mismunandi vel tímans tönn. Sumir dómar eru þegar í upphafi taldir lögfræðilega veikburða þegar grannt er skoðað, á meðan aðrir eru talda varpa sannfærandi ljósi á lögin. Sem dæmi um hið síðarnefnda má ef til vill nefna upphaflegan gengisdóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010. Heildstætt mat við túlkun fordæmaAlmennt verður að ganga út frá því að Hæstiréttur muni fylgja fordæmum sínum í síðari málum. Er því mikilvægt að fordæmisgildi hæstaréttardóma sé metið heildstætt og byggt á rökstuddri skoðun á þeim sjónarmiðum sem þar skipta mestu máli. Hér að framan hefur til fróðleiks verið leitast við að gera grein fyrir þeim helstu sem til skoðunar koma við það mat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum. Hvað er fordæmi?Að lögum bindur dómur Hæstaréttar aðeins þá sem eru aðilar að því máli sem dæmt er. Dómur hefur því ekki svokölluð „réttaráhrif" gagnvart öðrum enda fara dómstólar ekki með löggjafarvald. Þeir hafa aðeins vald til að leysa úr fyrirliggjandi réttarágreiningi en setja ekki almennar lagareglur. Hvað sem þessu líður er almennt viðurkennt að dómar Hæstaréttar geti haft verulega þýðingu þegar reynir á samsvarandi álitaefni í öðrum málum. Hafa sumir fræðimenn talið með sannfærandi rökum að fordæmi séu í reynd lagalega bindandi en aðrir gengið skemur í þeim efnum. Bindandi gildi fordæma hefur meðal annars verið rökstutt með því að Hæstiréttur verði að gæta samræmis og jafnræðis í réttarframkvæmd eins og aðrir handhafar ríkisvalds. Fordæmisgildi hæstaréttardóma er breytilegt og háð tilteknu mati hverju sinni. Verður að horfa til ýmissa atriða þegar það er metið, eins og nú verður útskýrt. Sakarefni, kröfugerð, málsástæðurÞegar fordæmisgildi hæstaréttardóms er metið við úrlausn síðara máls verður í fyrsta lagi að greina hvert hafi verið hið svokallaða „sakarefni" í því máli sem dæmt var. Er þá átt við það málefni eða efnisatriði sem dómsmál fjallar um. Ljóst er að sakarefni getur haft verulega almenna skírskotun og kann það að auka á mögulegt fordæmisgildi dóms. Í annan stað skiptir máli að skoða hvers var krafist í málinu og hvernig það var gert, þ.e. hvernig „kröfugerð" aðila var háttað. Loks hefur þýðingu að afmarka þær „málsástæður" sem aðilar settu fram til stuðnings máli sínu. Er þá átt við staðhæfingar málsaðila um málsatvik sem hann telur að leiði til þess að krafa hans skuli tekin til greina að lögum. Þessi atriði geta haft veruleg áhrif á það hve langt fordæmi hæstaréttardóms verður talið ná. Ekki er t.d. sjálfgefið í einkamáli að dómur verði talinn hafa fordæmisgildi í öðru og síðara máli þar sem aðili máls teflir fram öðrum málsástæðum en gert var í upphaflega málinu. Ákvörðunarástæður dóms og framsetning forsendnaForsendur dóma geta haft mismikla þýðingu þegar fordæmisgildið er metið. Mestu máli skipta þær forsendur sem teljast til „ákvörðunarástæðna" dóms en það eru þau lagalegu rök sem nauðsynleg eru til að leysa úr sakarefninu. Almennar athugasemdir dómara, sem ekki eru nauðsynlegar fyrir sakarefnið, hafa aftur á móti ekki fordæmisgildi. Mörkin þarna á milli geta hins vegar verið óljós. Forsendur dóma geta veitt ákveðnar vísbendingar um hve langt fordæmisgildi þeirra nær. Ef dómari orðar niðurstöðu sína með atviksbundnum hætti, s.s. með orðalaginu „eins og hér stendur á", „að virtum atvikum málsins", o.s.frv., kann það að benda til þess að fordæmisgildi dómsins kunni að vera takmarkaðra en ella. Fjöldi dómaraEftir ákvörðun forseta Hæstaréttar taka þrír eða fimm hæstaréttardómarar hverju sinni þátt í meðferð máls fyrir dóminum. Dómstólalög gera þó ráð fyrir því að í „sérlega mikilvægum málum" geti forseti ákveðið að fleiri en fimm dómarar skipi dóm, en fjöldi þeirra skal þó standa á oddatölu. Af þessu leiðir að sé Hæstiréttur skipaður fleiri dómurum en fimm í tilteknu máli þá verður að öllu jöfnu að ganga út frá því að niðurstaðan geti haft verulegt fordæmisgildi í sambærilegum málum. Klofni Hæstiréttur í afstöðu sinni kann það að draga úr fordæmisgildi dóms og þá sérstaklega þegar þrír dómarar standa að meirihlutaáliti gegn tveimur í fimm manna dómi eða fjórir gegn þremur þegar dómurinn er skipaður sjö dómurum. Klofinn dómur hefur þó ekki sjálfkrafa þessi áhrif. Meirihlutaatkvæði kann að vera talið vel rökstutt eða að öðru leyti liggi fyrir að samhljómur sé með dómurum í meiri- og minnihluta um þau lagalegu rök sem teljast til ákvörðunarástæðna. Ágreiningur hafi aðeins beinst að því hvernig meta bæri sönnunaratriði eða atvik máls að öðru leyti. Eru forsendur dóma vel rökstuddar?Við mat á fordæmisgildi dóma verður sérstaklega horft til þess hvort þau lagalegu rök sem sett eru fram í forsendunum séu almennt talin sannfærandi í ljósi viðurkenndra viðhorfa í lögfræðinni. Það er hins vegar svo að dómafordæmi standast mismunandi vel tímans tönn. Sumir dómar eru þegar í upphafi taldir lögfræðilega veikburða þegar grannt er skoðað, á meðan aðrir eru talda varpa sannfærandi ljósi á lögin. Sem dæmi um hið síðarnefnda má ef til vill nefna upphaflegan gengisdóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010. Heildstætt mat við túlkun fordæmaAlmennt verður að ganga út frá því að Hæstiréttur muni fylgja fordæmum sínum í síðari málum. Er því mikilvægt að fordæmisgildi hæstaréttardóma sé metið heildstætt og byggt á rökstuddri skoðun á þeim sjónarmiðum sem þar skipta mestu máli. Hér að framan hefur til fróðleiks verið leitast við að gera grein fyrir þeim helstu sem til skoðunar koma við það mat.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun