Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 12. desember 2025 12:33 Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Sjá meira
Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar