
Rashford líka skilinn eftir heima
Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.
Jordan Henderson verður ekki með Englendingum á Evrópumótinu í fótbolta í sumar samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla.
Það þótti heldur óvænt þegar tilkynnt var að Roberto De Zerbi myndi yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion nú í sumar. Nú hefur verið greint frá því hvers vegna hann mun leita á önnur mið.
Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik.
Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest að hinn hollenski Arne Slot verði næsti þjálfari liðsins. Hann skrifar undir þriggja ára samning.
Annað árið í röð þá hafði Manchester City betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. City hefur unnið deildina fjögur ár í röð og í bæði skiptin tekið fram úr Arsenal á lokasprettinum.
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur gert nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Þetta eru frábærar fréttir fyrir West Ham og íslenska landsliðið.
Met José Mourinho lifir áfram vegna þess að Manchester City vann enska meistaratitilinn i fótbolta í gær en ekki Arsenal.
Jürgen Klopp kvaddi Liverpool í gær og fullvissaði alla um það að hann væri með engin plön um endurkomu í þjálfun.
Phil Foden kórónaði stórkostlegt tímabil sitt í gær með tveimur mörkum í lokaleik Manchester City á móti West Ham. Mörkin tryggðu liðinu 3-1 sigur og enska meistaratitilinn fjórða árið í röð.
Pep Guardiola gerði Manchcester City að Englandsmeisturum fjórða árið í röð í gær og jafnfram í sjötta sinn á sjö árum. Hann ræddi framtíð sína hjá félaginu eftir 3-1 sigur á West Ham í lokaumferðinni.
Aldrei áður hafa verið skoruð eins mörg mörk í ensku úrvalsdeildinni eins og á tímabilinu sem lauk í gær.
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden lauk frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum er lokaumferðinni sem fram fór í gær.
Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum.
Manchester City tryggði sér sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð er liðið vann 3-1 sigur gegn West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Manchester United vann 2-0 útisigur er liðið heimsótti Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þetta var síðasti leikur Roberto De Zerbi sem knattspyrnustjóri Brighton.
Arsenal vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið þurfti á sigri að halda til að halda titilvonum sínum á lífi, en sigur Manchester City þýðir að Arsenal þarf að gera sér annað sæti að góðu.
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool unnu 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Gærdagurinn var sannarlega góður fyrir Emmu Hayes, fráfarandi knattspyrnustjóra Chelsea. Hún missti þó af því að fá sér í glas með sjálfum Sir Alex Ferguson.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að eftirmaður sinn, Arne Slot, muni gera góða hluti hjá félaginu.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé í betri stöðu en fyrir ári síðan.
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur samþykkt að greiða 29 milljónir punda fyrir Estevao Willian frá Palmeiras.
Félögum Jóns Daða Böðvarssonar í Bolton mistókst í dag að vinna sér inn sæti í ensku B-deildinni í knattspyrnu er liðið mátti þola 2-0 tap gegn Oxford United á Wembley.
Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn fimmta árið í röð með stórsigri á Manchester United, 0-6, á Old Trafford í dag.
Roberto De Zerbi yfirgefur Brighton eftir tímabilið. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn gegn Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Phil Foden hjá Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Mikel Arteta og strákarnir hans í Arsenal þurfa að treysta á hjálp frá West Ham United í lokaumferðinni á morgun til að verða Englandsmeistarar.
Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg.
Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Burnley þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.