

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Pochettino farinn frá Chelsea
Rétt í þessu var tilkynnt að Mauricio Pochettino hefði samþykkt að rifta samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea.

Benítez ráðleggur Slot fyrir komuna til Liverpool
Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool á Englandi, skrifaði heljarinnar grein stílaða á Arne Slot, verðandi knattspyrnustjóra félagsins, í breska miðilinn Telegraph í dag. Þar gaf hann Hollendingnum ráð fyrir komandi áskorun.

Mo Salah ætlar að vinna titla með Liverpool á næstu leiktíð
Mohamed Salah heitir því að berjast af öllum kröftum fyrir Liverpool á næstu leiktíð og það er ekki hægt að sjá það að hann sé á förum frá félaginu.

Rashford líka skilinn eftir heima
Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.

Sagður vera búinn að henda Henderson út úr enska landsliðinu
Jordan Henderson verður ekki með Englendingum á Evrópumótinu í fótbolta í sumar samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla.

Kaupstefna Brighton ástæðan fyrir brotthvarfi De Zerbi
Það þótti heldur óvænt þegar tilkynnt var að Roberto De Zerbi myndi yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion nú í sumar. Nú hefur verið greint frá því hvers vegna hann mun leita á önnur mið.

Tuchel daðrar við Man United og Chelsea
Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik.

Liverpool staðfestir komu Slot
Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest að hinn hollenski Arne Slot verði næsti þjálfari liðsins. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Rodri gagnrýnir hugarfar Arsenal manna: Þar liggur munurinn
Annað árið í röð þá hafði Manchester City betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. City hefur unnið deildina fjögur ár í röð og í bæði skiptin tekið fram úr Arsenal á lokasprettinum.

Dagný framlengir samning sinn við West Ham
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur gert nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Þetta eru frábærar fréttir fyrir West Ham og íslenska landsliðið.

Mikel Arteta missti af möguleikanum
Met José Mourinho lifir áfram vegna þess að Manchester City vann enska meistaratitilinn i fótbolta í gær en ekki Arsenal.

Klopp: Ulla konan mín mun segja mér hvað við erum að fara að gera
Jürgen Klopp kvaddi Liverpool í gær og fullvissaði alla um það að hann væri með engin plön um endurkomu í þjálfun.

23 ára og búinn að vinna deildina oftar en Rooney, Agüero og Terry
Phil Foden kórónaði stórkostlegt tímabil sitt í gær með tveimur mörkum í lokaleik Manchester City á móti West Ham. Mörkin tryggðu liðinu 3-1 sigur og enska meistaratitilinn fjórða árið í röð.

Guardiola um framtíðina: Nær því að hætta en vera áfram
Pep Guardiola gerði Manchcester City að Englandsmeisturum fjórða árið í röð í gær og jafnfram í sjötta sinn á sjö árum. Hann ræddi framtíð sína hjá félaginu eftir 3-1 sigur á West Ham í lokaumferðinni.

Mark Quansah fyrir Liverpool bætti markametið
Aldrei áður hafa verið skoruð eins mörg mörk í ensku úrvalsdeildinni eins og á tímabilinu sem lauk í gær.

„Við erum búnir að skrifa okkur í sögubækurnar“
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden lauk frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum er lokaumferðinni sem fram fór í gær.

Kvaddi stuðningsmennina og kenndi þeim lag um nýja stjórann
Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Þetta gerðist í lokaumferðinni í enska | City meistari og Jóhann Berg kvaddi
Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum.

Manchester City Englandsmeistari fjórða árið í röð
Manchester City tryggði sér sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð er liðið vann 3-1 sigur gegn West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

United skemmdi kveðjupartý De Zerbi
Manchester United vann 2-0 útisigur er liðið heimsótti Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þetta var síðasti leikur Roberto De Zerbi sem knattspyrnustjóri Brighton.

Skytturnar gerðu sitt en horfa samt á eftir titlinum
Arsenal vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið þurfti á sigri að halda til að halda titilvonum sínum á lífi, en sigur Manchester City þýðir að Arsenal þarf að gera sér annað sæti að góðu.

Klopp kvaddi með sigri
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool unnu 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Missti af rauðvínsglasi með Sir Alex
Gærdagurinn var sannarlega góður fyrir Emmu Hayes, fráfarandi knattspyrnustjóra Chelsea. Hún missti þó af því að fá sér í glas með sjálfum Sir Alex Ferguson.

Klopp segir að Liverpool verði í góðum höndum hjá Slot
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að eftirmaður sinn, Arne Slot, muni gera góða hluti hjá félaginu.

Ten Hag segir United í betri stöðu en fyrir ári
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé í betri stöðu en fyrir ári síðan.

Chelsea sækir undrabarn frá Brasilíu
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur samþykkt að greiða 29 milljónir punda fyrir Estevao Willian frá Palmeiras.

Jón Daði og félagar náðu ekki að koma sér upp um deild
Félögum Jóns Daða Böðvarssonar í Bolton mistókst í dag að vinna sér inn sæti í ensku B-deildinni í knattspyrnu er liðið mátti þola 2-0 tap gegn Oxford United á Wembley.

Hayes kvaddi Chelsea með fimmta titlinum í röð og Dagný komin í hóp
Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn fimmta árið í röð með stórsigri á Manchester United, 0-6, á Old Trafford í dag.

De Zerbi hættir hjá Brighton
Roberto De Zerbi yfirgefur Brighton eftir tímabilið. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn gegn Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Foden valinn bestur á Englandi
Phil Foden hjá Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.