Enski boltinn

Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Fyrsta grímufagnið hjá Viktor Gyökeres í búningi Arsenal leit dagsins ljós í dag.
 Fyrsta grímufagnið hjá Viktor Gyökeres í búningi Arsenal leit dagsins ljós í dag. vísir/getty

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres opnaði markareikning sinn fyrir Arsenal í dag er liðið vann Athletic Club, 3-0, í vináttuleik.

Gyökeres skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Bukayo Saka við öðru marki Arsenal.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 82. mínútu er Kai Havertz skoraði þriðja mark Arsenal og gulltryggði sigurinn.

Þetta var síðasta vináttuleikur Arsenal fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal spilar við Man. Utd um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×