Bale og Kane sáu um Palace | Tottenham bara tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti Tottenham Hotspur vann 4-1 sigur á Crystal Palace í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gareth Bale og Harry Kane fóru mikinn. Enski boltinn 7. mars 2021 21:10
„Áttum mögulega ekki skilið að tapa í dag“ Pep Guardiola hrósaði Manchester United að loknu 2-0 tapi sinna manna í nágrannaslagnum í Manchester í dag. Sá spænski vildi þó meina að Man City hefði ekki átt skilið að tapa. Fótbolti 7. mars 2021 19:46
Solskjær hrósaði sínum mönnum í hástert að leik loknum Ole Gunar Solskjær gat vart verið stoltari af sínum mönnum er hann mætti í viðtal eftir 2-0 sigur Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta tap City síðan í nóvember á síðasta ári. Enski boltinn 7. mars 2021 19:11
„Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. Enski boltinn 7. mars 2021 18:51
Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. Enski boltinn 7. mars 2021 18:25
Dagný byrjaði sinn fyrsta leik fyrir West Ham Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fór það svo að West Ham tapaði 2-0 gegn Chelsea. Enski boltinn 7. mars 2021 18:01
Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. Enski boltinn 7. mars 2021 15:56
Guardiola með lúmskt skot á Liverpool Manchester City er eina liðið sem hefur endað í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar árið eftir að hafa unnið hana. Hann er stoltur af því að hans menn hafa aldrei endað neðar en í öðru sæti eftir að hafa unnið titilinn, og segir þann stöðugleika færa liðinu virðingu. Fótbolti 7. mars 2021 11:36
Sir Alex Ferguson opnar sig um heilablæðingu Í nýlegri mynd sem ber nafnið Sir Alex Ferguson: Never give in ræðir þessi fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United um það þegar hann lá á spítala eftir að blæddi inn á heila hjá honum í maí 2018. Fótbolti 7. mars 2021 09:15
Markalaust í Birmingham og Leicester lyfti sér upp í annað sæti Aston Villa og Wolves gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust fyrr í dag. Lallans kom Brighton yfir gegn Leicester í seinasta leik dagsins, en mörk frá Kelechi Iheanacho og Daniel Amartey tryggðu sigur gestana. Fótbolti 6. mars 2021 22:21
Danny Ings frá í nokkrar vikur Danny Ings, leikmaður Southampton, þurfti að fara af velli snemma leiks í sigri liðsins gegn botnliði Sheffield United. Ings er markahæsti leikmaður Southampton á þessari leiktíð, og eftir aðeins einn sigurleik í síðustu níu gæti þetta reynst dýrkeypt. Fótbolti 6. mars 2021 21:16
Jóhann Berg byrjaði er Burnley náði í stig gegn Arsenal þökk sé klaufagangi Xhaka Arsenal náði aðeins í stig gegn Burnley á Turf Moor í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 en jöfnunarmark heimamanna var í skrautlegri kantinum. Enski boltinn 6. mars 2021 14:25
Telur að Rashford þurfi á aðgerð að halda eftir Evrópumótið Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja þegar kemur að knattspyrnu, telur að Marcus Rashford sé að glíma við meiðsli á öxl og þurfi að fara í aðgerð þegar Evrópumótinu í sumar lýkur. Þetta kemur fram í tísti sem Winter birti á dögunum. Enski boltinn 6. mars 2021 12:30
Er Mane að forðast vítin því Salah tekur þau? Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool og nú spekingur, er með áhugaverða kenningu um framherjamálin hjá Liverpool. Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð, er liðið tapaði 0-1 gegn Chelsea á Anfield í kvöld. Enski boltinn 6. mars 2021 08:00
Sagði rifrildi Maguire og Rashford jákvæð Marcus Rashford og Harry Maguire, leikmenn Manchester United, lenti saman í leik Man. United gegn Crystal Palace á dögunum. Dimitar Berbatov, fyrrum framherji United, segir þetta jákvætt. Enski boltinn 5. mars 2021 23:31
„Hversu marga útileiki vann Tottenham árið áður en ég kom?“ Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sló á létta strengi eftir 1-0 sigurinn á Fulham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigur sem heldur Meistaradeildarbaráttu Tottenham á lífi en Mourinho vildi sem minnst ræða um þá baráttu. Enski boltinn 5. mars 2021 23:02
Reglum um hendi breytt Mark sem er skorað eftir að boltinn fer óvart í hönd sóknarmanns í aðdraganda marksins verður ekki lengur dæmt ógilt. Þetta staðfestir IFAB, eða International Football Association Board. Fótbolti 5. mars 2021 18:01
Klopp, Solskjaer og Guardiola hafa áhyggjur af sóttkví leikmanna Nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í 10 daga sóttkví eftir komandi landsleikjahlé. Meðal þeirra eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City og Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United. Fótbolti 5. mars 2021 16:00
Gylfi er réttnefndur SIGUR-ðsson Everton liðið er á sigurgöngu í ensku úrvalsdeildinni og íslenski landsliðsmaðurinn á mikinn þátt í því. Enski boltinn 5. mars 2021 09:01
Robertson hjá Liverpool: Of margir hengja haus þegar við lendum undir Andy Robertson og félagar hjá Liverpool töpuðu fimmta heimaleiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea sótti 1-0 sigur á Anfield. Enski boltinn 5. mars 2021 08:01
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. Fótbolti 4. mars 2021 23:30
Klopp segir tap kvöldsins mikið áfall Það var þungt hljóðið í Jürgen Klopp – þjálfara Englandsmeistara Liverpool – eftir fimmta tap liðsins í röð á Anfield. Að þessu sinni var það Chelsea sem fór með þrjú stig heim frá Liverpool-borg, lokatölur 0-1 þökk sé sigurmarki Mason Mount. Enski boltinn 4. mars 2021 23:00
Mason Mount tryggði Chelsea sigur á Anfield | Fimmta tap Liverpool í röð á heimavelli Hörmulegt gengi Liverpool virðist engan enda ætla að taka. Liðið tapaði 0-1 gegn Chelsea er liðin mættust á Anfield í kvöld. Enski boltinn 4. mars 2021 22:00
Hress Gylfi Þór grínaðist með að sigurinn hafi aldrei verið í hættu Everton vann nauman 1-0 sigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lærisveinar Sam Allardyce jöfnuðu metin í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Gylfi Þór Sigurðsson var spurður út í það í viðtali að leik loknum. Enski boltinn 4. mars 2021 20:35
Tottenham slapp með skrekkinn gegn Fulham Tottenham Hotspur vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir að Dele Alli – sem byrjaði leikinn óvænt – átti skot sem fór í Tosin Adarabioyo, varnarmann Fulham. Enski boltinn 4. mars 2021 20:00
Everton í Meistaradeildarsæti eftir að Gylfi Þór lagði upp sigurmarkið Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar skipti sköpum fyrir Everton í kvöld. Íslenski miðjumaðurinn kom inn af varamannabekk liðsins og lagði upp eina mark þess í 1-0 útisigri á West Bromwich Albion í kvöld. Enski boltinn 4. mars 2021 19:55
Timo Werner viss um að mörkin fari að koma Timo Werner gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig seinasta sumar fyrir 53 milljónir punda. Þessi þýski sóknarmaður sem skoraði 28 mörk í 34 leikjum fyrir Leipzig á seinasta tímabili, en hefur nú aðeins skorað fimm mörk í 25 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4. mars 2021 18:00
„Þetta er besti Bale sem við höfum haft allt tímabilið“ Eftir erfiða byrjun í endurkomu Gareth Bale til Tottenham er velski sóknarmaðurinn hægt og bítandi að finna skotskónna aftur. José Mourinho segir að þegar Bale sé í topp standi geti hann spilað fyrir hvaða lið sem er. Enski boltinn 4. mars 2021 16:30
Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. Enski boltinn 4. mars 2021 16:01
Klopp segir að þetta erfiða tímabil hafi gert hann að betri stjóra Það hefur líklega aldrei reynt meira á Jürgen Klopp en á þessu tímabili því Liverpool liðið hefur svo sannarlega lent í miklu mótlæti í titilvörninni. Enski boltinn 4. mars 2021 13:12