Wilshere leggur skóna á hilluna og gæti tekið við unglingaliði Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Jack Wilshere hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jack Wilshere, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri. Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira