Leik lokið: Stjarnan - Kefla­vík 116-98 | Kefl­víkingar kafsigldir í Garða­bæ

Siggeir Ævarsson skrifar
Stjarnan - Grindavík VÍS Bikar karla Vetur 2026
Stjarnan - Grindavík VÍS Bikar karla Vetur 2026 vísir/Diego

Keflvíkingar heimsóttu Garðabæinn í kvöld og mættu þar heimamönnum í Stjörnunni sem höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir viðureign kvöldsins. 

Keflvíkingar endurheimtu Remy Martin á dögunum en hann snéri sig í bikarnum og var ekki með í kvöld og munaði um minna.

Gestirnir byrjuðu leikinn vægast sagt hörmulega en staðan breyttist úr 2-2 í 20-3 á örfáum mínútum í byrjun og munurinn fór upp í 25 stig þegar verst lét í 1. leikhluta. Það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá gestunum sem köstuðu boltunum ítrekað í hendurnar á Stjörnumönnum sem skoruðu nánast að vild og höfðu lítið fyrir því.

Staðan 36-15 eftir fyrsta leikhlutann en gestirnir mættu ákveðnir til leiks eftir stutta pásu og byrjuðu 2. leikhluta á 14-3 áhlaupi. Baldur Þór sá sig tilneyddan til að taka leikhlé enda munurinn kominn niður í tíu stig, 39-29. Keflvíkingar voru að spila mun betur á báðum endum vallarins en það var skammgóður vermir.

Heimamenn stigu aftur á bensíngjöfina og lokuðu leikhlutanum með miklum krafti. Orri Gunnarsson setti tvo þrista í röð og svo fékk Hilmar Smári vinalegt flaut frá dómurunum eftir þrist sem kostaði Keflvíkinga einnig tæknivillu. Þeir fóru svo illa af ráði sínu í lokasókn hálfleiksins, sóknarvilla dæmd á Egor Koulechov sem var hans fjórða í hálfleiknum. Seth LeDay lokaði hálfleiknum með flautukörfu spjaldið ofan í og munurinn nítján stig, 69-50.

Stjörnumenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og gáfu aldrei þumlung eftir. Allur vindur úr Keflvíkingum sem virtust tapa trú á verkefninu nokkuð fljótt og hélst munurinn í kringum 20 stig allt til loka. Gestirnir náðu öðru hvoru að ýta muninum aðeins niður en heimamenn svöruðu alltaf og sigurinn í raun aldrei í hættu eftir því sem á leið. Sjötti sigur Stjörnumanna í röð staðreynd og lokatölur í Garðabænum 116-98.

Nánari umfjöllum og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira