Tuchel segist hafa beðið til guðs seinustu fimm mínúturnar gegn Liverpool Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með baráttu sinna manna þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Hann segist þó ekki vera sannfærður um að Reece James hafi verðskuldað rautt spjald. Enski boltinn 28. ágúst 2021 19:05
Tíu leikmenn Chelsea sóttu stig á Anfield Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tíu leikmenn Chelsea héldu út og fara með eitt stig aftur til Lundúna. Enski boltinn 28. ágúst 2021 18:26
Özil hæddist að Arteta eftir tapið Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 28. ágúst 2021 16:46
Jökull hélt hreinu í sterkum sigri | Jón Daði enn utan hóps Jökull Andrésson hélt hreinu er lið hans Morecambe vann sterkan 1-0 sigur á Sheffield Wednesday í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Jón Daði Böðvarsson er enn utan hóps hjá Millwall. Enski boltinn 28. ágúst 2021 16:22
West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð. Enski boltinn 28. ágúst 2021 16:06
„Þurfum að líta í spegil“ Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga. Enski boltinn 28. ágúst 2021 14:30
Auðvelt hjá City gegn arfaslöku Arsenal-liði Manchester City vann öruggan 5-0 heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag. City er á toppi deildarinnar en Arsenal á botninum. Enski boltinn 28. ágúst 2021 13:30
Hélt áfram að spila þrátt fyrir ítrekaðar handtökur vegna kynferðisbrota Frakkinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City á Englandi, er í varðhaldi og var neitað um lausn gegn tryggingagjaldi vegna brota á skilorði. Hann á fjórar nauðgunarkærur yfir höfði sér auk einnar kæru um kynferðislegt ofbeldi. Fótbolti 28. ágúst 2021 10:07
Treyjasala upp úr öllu valdi þökk sé Ed Sheeran C-deildarlið Ipswich Town á Englandi hefur óvænt rokið upp lista yfir þau lið í landinu sem hafa selt flestar treyjur og er á meðal þeirra 20 efstu. Þar er að þakka miklum stuðningsmanni félagsins, tónlistarmanninum Ed Sheeran. Enski boltinn 28. ágúst 2021 08:02
Allar United treyjur uppseldar hjá Jóa útherja | Fær Ronaldo sjöuna? Íþróttavöruverslunin Jói útherji greindi frá því síðdegis í dag að Manchester United treyjur til sölu í versluninni væru uppseldar. Margur virðist hafa tryggt sér treyju eftir að tilkynnt var um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Enski boltinn 27. ágúst 2021 21:31
Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. Enski boltinn 27. ágúst 2021 18:01
Gefur öllum aukna von Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru. Enski boltinn 27. ágúst 2021 17:15
Telur Chelsea sigurstranglegt en Liverpool stefna á alla titla Alisson, markvörður Liverpool, telur Chelsea eitt sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann segir Liverpool samt sem áður stefna á að vinna alla bikara sem í boði eru. Enski boltinn 27. ágúst 2021 16:31
Ronaldo orðinn leikmaður Manchester United á ný Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United á nýjan leik. Þessi magnaði leikmaður skrifar undir tveggja ára samning á Old Trafford. Enski boltinn 27. ágúst 2021 15:54
Ronaldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. Enski boltinn 27. ágúst 2021 14:55
Horfa til Englands ef Mbappé fer til Madrídar Franska fótboltafélagið París Saint-Germain mun horfa til Liverpool-borgar á Englandi ef franska stórstjarnan Kylian Mbappé fer til Real Madríd á næstu dögum. Enski boltinn 27. ágúst 2021 14:31
Solskjær gefur Ronaldo undir fótinn: „Hann veit að við erum hér“ Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, gaf Cristiano Ronaldo hressilega undir fótinn á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 27. ágúst 2021 12:50
Jorginho valinn leikmaður ársins hjá UEFA Ítalski miðjumaðurinn Jorginho var í dag valinn leikmaður ársins hjá UEFA. Tilkynnt var um verðlaunin samhliða því þegar dregið var í riðla Meistaradeildarinnar, en Jorginho vann þá keppni með Chelsea í fyrra, ásamt því að hampa Evrópumeistaratitlinum með Ítölum. Fótbolti 26. ágúst 2021 21:46
Tuttugu ár frá ákvörðuninni sem Sir Alex sér hvað mest eftir Sir Alex Ferguson gerði ekki mörg mistök er hann vann titil eftir titil með Manchester United. Í dag eru hins vegar 20 ár frá þeirri ákvörðun sem Skotinn sér hvað mest eftir á 26 ára stjóratíð sinni í Manchester-borg. Enski boltinn 26. ágúst 2021 16:30
Mendy ákærður fyrir fjórar nauðganir Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Enski boltinn 26. ágúst 2021 16:00
Enski hópurinn: Alexander-Arnold snýr aftur en ekkert pláss fyrir Greenwood Gareth Southgate hefur tilkynnt enska landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi, Andorra og Póllandi í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar. Athygli vekur að það eru fjórir hægri bakverði í hópnum en aðeins einn vinstri bakvörður. Enski boltinn 26. ágúst 2021 13:31
Skotinn á leið undir hnífinn Scott McTominay, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð til að fá meina sinna bót. Enski boltinn 26. ágúst 2021 13:01
Man City boðið að kaupa Ronaldo Það virðist sem tími Cristinao Ronaldo hjá Juventus sé á enda. Félagið hefur áhuga á að losa þennan magnaða leikmann af launaskrá sinni og Ronaldo sjálfur virðist vera hugsa sér til hreyfings þó hann segi það ekki opinberlega. Enski boltinn 26. ágúst 2021 10:30
Gefur til kynna að hann hætti hjá Man City eftir tvö ár Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, hefur gefið til kynna að hann muni hætta sem þjálfari liðsins þegar samningur hans rennur út árið 2023. Enski boltinn 26. ágúst 2021 08:31
Raiola vildi rúmlega átta hundruð þúsund pund í vikulaun fyrir Håland Mino Raiola, umboðsmaður Erlings Håland, vildi að Norðmaðurinn fengi 820 þúsund pund í vikulaun hjá Chelsea. Það hefði gert hann að launahæsta leikmanni heims. Fótbolti 25. ágúst 2021 23:00
Fjórir úrvalsdeildarslagir í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit enska deildarbikarsins. Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City mætir C-deildarliði Wycombe Wanderers, en nágrannar þeirra, Manchester United, fá úrvalsdeildarslag gegn West Ham. Enski boltinn 25. ágúst 2021 22:31
Aubameyang: Þetta gefur okkur vonandi eitthvað til að byggja ofan á Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, var virkilega sáttur með 6-0 sigur liðsins gegn WBA í enska deildarbikarnum í kvöld. Aubameyang skoraði þrennu, en hann segir það mikilvægt að byggja upp sjálfstraust liðsins eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Enski boltinn 25. ágúst 2021 22:00
Stórsigur Southampton og Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Southampton og Burnley fara áfram í enska deildarbikarnum eftir leiki kvöldsins. Southampton vann 8-0 stórsigur gegn D-deildarliði Newport, en Burnley hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Newcastle, 4-3. Enski boltinn 25. ágúst 2021 21:14
Arsenal áfram í enska deildarbikarnum eftir stórsigur Arsenal heimsótti B-deildarlið WBA í 2. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Gestirnir unnu öruggan 6-0 sigur þar sem að Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu. Enski boltinn 25. ágúst 2021 20:57
FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. Enski boltinn 25. ágúst 2021 18:01