Samkvæmt heimildum Chris Wheeler, blaðamanns á Daily Mail, hefur United tekið fyrstu skrefin í átt að því að reka Ronaldo frá félaginu fyrir samningsbrot.
Man Utd take action to kick Cristiano Ronaldo out of Old Trafford over interview with Piers Morgan https://t.co/0jaedBYO00 via @MailSport #mufc
— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 18, 2022
Samningnum yrði þá rift og Ronaldo fengi engar bætur. Samningur hans rennur út í sumar og Portúgalinn yrði þá af þeim sextán milljónum punda sem United hefði átt að borga honum í laun.
Ronaldo fór mikinn í viðtalinu og úthúðaði meðal annars eigendum félagsins, knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, Wayne Rooney og svo mætti lengi áfram telja.
Ronaldo er núna staddur í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Portúgal er í riðli með Úrúgvæ, Suður-Kóreu og Gana. Hann spilaði ekki með Portúgal í 4-0 sigri á Nígeríu í vináttulandsleik í gær vegna magakveisu.