Íslenski boltinn

„Á eftir bolta kemur barn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér einum af Íslandsmeistaratitlum sínum.
Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér einum af Íslandsmeistaratitlum sínum. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðsgoðsögnin Fanndís Friðriksdóttir lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir síðasta tímabil og nú hefur hún opinberað að hún og Eyjólfur Héðinsson eigi von á barni.

„Á eftir bolta kemur barn,“ skrifaði Fanndís og birti mynd af hinum tveimur börnunum sínum með mynd af sóknarskoðun móður sinnar.

Fanndís kom tvisvar til baka eftir að hafa eignast barn og náði að spila landsleik eftir báðar meðgöngurnar sem er annað en að segja það. Fanndís spilaði 110. og síðasta landsleik sinn 3. júní 2025.

Fanndís eignaðist Elísu í febrúar 2021 og svo Nökkva í mars árið 2023. Nú er þriðja barnið á leiðinni.

Fanndís skoraði átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 23 leikjum á síðasta tímabili sínu í Bestu deild kvenna og endaði ferilinn sem þriðja leikjahæsta (278) og ellefta markahæsta (129) í efstu deild frá upphafi.

Eyjólfur Héðinsson er líka fyrrum knattspyrnumaður og er nú deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks.

Til hamingju Fanndís og Eyjólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×